Paul Kantner látinn

Paul Kantner og Slick Aguilar koma fram á 40 ára …
Paul Kantner og Slick Aguilar koma fram á 40 ára afmæli tónlistarhátíðarinnar Woodstock 2009. AFP

Paul Kantner, gítarleikari og annar stofnandi hljómsveitarinnar Jefferson Airplane, er látinn 74 ára að aldri. Kantner lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrr í vikunni.

Fjölmiðlafulltrúi tónlistarmannsins staðfesti fréttirnar við dagblaðið San Francisco Chronicle.

Jefferson Airplane, sem stofnuð var í San Francisco árið 1965, er líklega þekktust fyrir lögin Somebody to Love og White Rabbit. Sveitin naut gríðarlegra vinsælda og kom meðal annars fram á tónlistarhátíðinni Woodstock árið 1969.

Seinna tvístraðist hljómsveitin þegar Kantner, ásamt fleiri meðlimum, mynduðu Jefferson Starship. Sú hljómsveit er enn starfandi, þrátt fyrir að talsvert hafi verið um mannabreytingar. Kantner hélt áfram að koma fram með sveitinni þar til hann lést.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir