Landsmenn hafa greinilega margar og miklar skoðanir á Söngvakeppni Sjónvarpsins og undankeppninni sem fram fór í kvöld þar sem lögin Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er voru kosin áfram í úrslitakeppnina. Hér á eftir fara nokkur valin tíst sem merkt eru #12stig.
#12stig sjúkk - þessu er lokið, mun stunda yoga alla vikuna til að undirbúa mig andlega fyrir sálarátökin eftir viku
— Stella Ingibjörg (@StellaIngibjorg) February 6, 2016
Hugur minn er hjá Ingó. Sorgmætt andlit hulið sólgleraugum kvaddi skjáinn og fátæku námsmennina sem áttu ekki efni á símakosningu. #12stig
— Haukur Bragason (@Sentilmennid) February 6, 2016
Söng Dvel ég í draumahöll fyrir krakkana. Besta lagið sem ég heyrði í kvöld #12stig
— Stefán Máni (@StefnMni) February 6, 2016
Er hægt að fá Noel áttavilta til að vera heiðursgestur á úrslitakvöldinu? Og kannski þarna Vine stjörnurnar úr Smáralindinni. #12stig
— Borko (@borkoborko) February 6, 2016
Stundum þrái ég ađ vera motta heima hjá Páli Óskari, þessi í forstofunni, bara til ađ fá ađ vera nálægt honum #12stig
— Margrét Gauja (@MargretGauja) February 6, 2016
Bestu rökin sem ég hef heyrt fyrir aðild að Evrópusambandinu, að þá getum við loksins unnið #Eurovision! ;) #12stig
— Sema Erla (@semaerla) February 6, 2016
Mér fannst Páll Óskar flottur í korselett! Vil sjá þetta hjá fleiri mönnum! #Söngvakeppnin2016 #12stig #ruv
— Viktor Jóhannsson (@viktorjohanns) February 6, 2016
Lög sem ég held með komast aldrei áfram. Ég hlýt að boða ógæfu #12stig
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) February 6, 2016