Benedikt Valsson fór miklum í græna herberginu í söngvakeppni Sjónvarpsin í kvöld. Ræddi hann við keppendur og lagahöfunda og settist meðal annars hjá Ölmu Guðmundsdóttir og Steinunni Camillu, sem eru lagahöfundur og umboðsmaður Öldu Dísar sem flytur lagið Augnablik í keppninni.
Benedikt innti þær Ölmu og Steinunni Camillu eftir því hvort þær hefðu brugðist illa skaupinu síðast. Þær sögðu svo ekki vera, en hann skaut þá aftur á þær hvort ekki væri Charlies endurkoma (reunion) í uppsiglingu. Tóku þær því fálega og sögðust vera að einbeita sér að öðrum verkefnum en þó er von fyrir aðdáendur þeirra Klöru, Ölmu og Steinunnar Camillu því áður en skipt var í auglýsingar slengdi Steinunn Camilla fram „kannski Nylon og Sinfó eftir 20 ár.“