Á meðan söngvakeppni sjónvarpsins er í algleymingi er ekki minna að gerast í tístheimum Twitter eins og oft áður. mbl.is tekur saman helstu tístin en fólki virðist tíðrætt um keppnina, keppendur og allt þar á milli. Þannig hafa athugasemdir heyrst um auglýsingarnar sem sést hafa á skjánum í kvöld.
Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur ársins; einn verðmætasti auglýsingatíminn - og við erum að horfa á upplesið powerpoint-show. Ísland. #12stig
— Krummi (@hrafnjonsson) February 13, 2016
Þá er kjarabarátta lækna ofarlega í huga einhverra.
Random staðreynd: Enginn læknir í forkeppninni í ár. Nýr kjarasamningur strax byrjaður að skila sér #12stig
— Atli Fannar (@atlifannar) February 13, 2016
Aðrir sakna gömlu góðu aldamótadansanna.
Væri geðveikt að hafa frakkadansarana hennar Selmu á fullu þarna #12stig
— Sveinn Kjarval (@SveinnKjarval) February 13, 2016
Viðtöl keppenda hafa einnig verið ofarlega á baugi tístara.
Er ekki nóg að hafa þessar spurningar til að velja fulltrúa Íslands? Þurfum við endilega að hlusta á lögin? #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) February 13, 2016
Viðtölin í júrovisjon, minna mig á þegar ég hitti fyrrverandi kærustur og þykist vera hress, eðlilegur og hafa það gott #12stig
— lommi (@lodmfjord) February 13, 2016
Högni og Glowie áttu að margra mati frábæran flutning eldri laga úr Eurovision. Svo frábæran jafnvel að sumir vilja senda þau út í stað keppendanna sjálfra.
101 Boys voru nettir.
— Krummi (@hrafnjonsson) February 13, 2016
Högni og Glowie voru nett.
Af hverju sendum við ekki eitthvað svona nett út?#12stig
Þeirri spurningu þótti auðsvarað af einum sem gerði um leið grín að rómaðri hárprýði Högna.
Við getum ekki sent Högna út vegna þess að hann þyrfti að vera í einangrun í 3 mánuði þegar hann kæmi til baka. #12stig
— Trausti Sigurður (@Traustisig) February 13, 2016