Hrollvekjandi fegurð Ófærðar

Úr þáttunum Ófærð.
Úr þáttunum Ófærð.

Spennuþáttaröðin Ófærð fær góða dóma á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. „Þetta fágaða nýja íslenska drama hefur yfir að ráða sömu myrku og hrollvekjandi fegurð og þættirnir Borgen og The Killing höfðu en innilokunarkenndin og ákafinn er meiri,“ skrifar gagnrýnandinn um tvo fyrstu þættina, sem voru sýndir á laugardagskvöld á BBC 4.

Hann segir þættina naumhyggjulega og raunsæja þar sem einfaldleikinn sé í fyrirrúmi. Einnig er hann ánægður með að persónurnar og vandamál þeirra fái sama vægi og fléttan. Þannig sé það einnig með marga aðra norræna glæpaþætti en í Ófærð fái náttúrufegurðin og innilokunarkenndin meira vægi. Eftirköst bankahrunsins hafi einnig sitt að segja við að skapa rétta andrúmsloftið.

Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir.
Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir.

„Þetta er kannski norrænt en einnig án nokkurs vafa íslenskt,“ skrifar hann. „Það væri gaman að vita hvað ferðamálayfirvöldum finnst um þættina. Ég elska upphafsatriðið þegar Hjörtur og kærastan hans aka eftir dalnum á mótorhjólinu hennar á hamingjuríkari tímum. Það fær mig til að vilja heimsækja landið en kannski frekar að sumri til, þegar það er minni hætta á því að festast inni.“

mynd/Rannís

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem The Guardian fjallar um Ófærð, eða Trapped eins og þættirnir eru kallaðir þar ytra, og greinilegt að þeir falla vel í kramið þar á bæ.

Frétt mbl.is: Ófærð fær frábærar viðtökur í Bretlandi

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka