Segir Kanye þurfa á hjálp að halda

Fyrrum samstarfsmaður West segir hann þurfa á hjálp að halda.
Fyrrum samstarfsmaður West segir hann þurfa á hjálp að halda. AFP

Tónlistarmaðurinn Rhymefest, sem starfað hefur með rapparanum Kanye West, telur hann þurfa á andlegri og geðrænni hjálp að halda.

Rhymefest, réttu nafni Che Smith, vann meðal annars að lögunum „Jesus Walks“ og „New Slaves“ líkt og fram kemur í frétt Mirror, en hann gaf það út að hann hygðist ekki leggja stund á frekara samstarf með West.

West hefur farið mikinn undanfarið, til að mynda er að finna lag á nýju plötu rapparans þar sem hann heldur því fram að hann hefði gert söngkonuna Taylor Swift fræga. Swift var fljót að svara fyrir sig og segir lagið litað af karlrembu.

Þá greindi rapparinn frá því á dögunum að hann væri stórskuldugur. Í kjölfarið biðlaði hann til auðkýfinganna Mark Zuckerberg og Larry Page og bað þá að fjárfesta í sér svo hann gæti haldið áfram að gera heiminn að betri stað.

„Ég veit að ég get gert heiminn að betri stað. Mér hefur tekist hið ómögulega þegar ég eignaði mér krúnu rappsins. Ég hef sigrað tískuheiminn“ sagði West í færslu sem hann birti á Twitter.

West hélt því einnig fram að hann væri Disney sinnar kynslóðar. Þess að auki lýsti hann því yfir að að peningum Zuckerberg og Page væri betur farið í vasa hans, heldur en í hjálparstarfi í Afríku.

Ummæli Smith þurfa því líklega ekki að koma mikið á óvart.

„Bróðir minn þarf á hjálp að halda í formi ráðgjafar. Bæði andlegrar og geðrænnar. Hann ætti að stíga úr sviðsljósinu til þess að ná sér“ greindi Smith frá á Twitter-síðu sinni aðspurður hvort hann ætlaði að halda samstarfi sínu við West áfram.

Frétt mbl.is: Bannað að brosa 

Che Smith, öðru nafni Rhymefest, heldur því fram að Kanye …
Che Smith, öðru nafni Rhymefest, heldur því fram að Kanye West sé ekki í jafnvægi. Skjáskot Mirror
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir