Segir Kanye þurfa á hjálp að halda

Fyrrum samstarfsmaður West segir hann þurfa á hjálp að halda.
Fyrrum samstarfsmaður West segir hann þurfa á hjálp að halda. AFP

Tón­list­armaður­inn Rhy­m­efest, sem starfað hef­ur með rapp­ar­an­um Kanye West, tel­ur hann þurfa á and­legri og geðrænni hjálp að halda.

Rhy­m­efest, réttu nafni Che Smith, vann meðal ann­ars að lög­un­um „Jes­us Walks“ og „New Slaves“ líkt og fram kem­ur í frétt Mirr­or, en hann gaf það út að hann hygðist ekki leggja stund á frek­ara sam­starf með West.

West hef­ur farið mik­inn und­an­farið, til að mynda er að finna lag á nýju plötu rapp­ar­ans þar sem hann held­ur því fram að hann hefði gert söng­kon­una Tayl­or Swift fræga. Swift var fljót að svara fyr­ir sig og seg­ir lagið litað af karlrembu.

Þá greindi rapp­ar­inn frá því á dög­un­um að hann væri stór­skuldug­ur. Í kjöl­farið biðlaði hann til auðkýf­ing­anna Mark Zucker­berg og Larry Page og bað þá að fjár­festa í sér svo hann gæti haldið áfram að gera heim­inn að betri stað.

„Ég veit að ég get gert heim­inn að betri stað. Mér hef­ur tek­ist hið ómögu­lega þegar ég eignaði mér krúnu rapps­ins. Ég hef sigrað tísku­heim­inn“ sagði West í færslu sem hann birti á Twitter.

West hélt því einnig fram að hann væri Disney sinn­ar kyn­slóðar. Þess að auki lýsti hann því yfir að að pen­ing­um Zucker­berg og Page væri bet­ur farið í vasa hans, held­ur en í hjálp­ar­starfi í Afr­íku.

Um­mæli Smith þurfa því lík­lega ekki að koma mikið á óvart.

„Bróðir minn þarf á hjálp að halda í formi ráðgjaf­ar. Bæði and­legr­ar og geðrænn­ar. Hann ætti að stíga úr sviðsljós­inu til þess að ná sér“ greindi Smith frá á Twitter-síðu sinni aðspurður hvort hann ætlaði að halda sam­starfi sínu við West áfram.

Frétt mbl.is: Bannað að brosa 

Che Smith, öðru nafni Rhymefest, heldur því fram að Kanye …
Che Smith, öðru nafni Rhy­m­efest, held­ur því fram að Kanye West sé ekki í jafn­vægi. Skjá­skot Mirr­or
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son