Greta fer aftur í Eurovision

Gretu var ákaft fagnað þegar hún flutti sigurlagið á ný.
Gretu var ákaft fagnað þegar hún flutti sigurlagið á ný. Ljósmynd/ PressPhotos

Greta Salóme Stef­áns­dótt­ir, er á leið í Eurovisi­on fyr­ir hönd Íslend­inga í annað skipti, í þetta sinn með lagið „Hear Them Call­ing“.

Lagið var í öðru sæti eft­ir fyrri kosn­ingu kvölds­ins, þar sem lögð voru sam­an stig dóm­nefnd­ar og áhorf­enda. Lagið „Now“ í flutn­ingi Öldu Dís­ar Arn­ar­dótt­ur tróndi þá á toppn­um en aðeins 78 stig skildu þær stöll­ur að í fyrstu síma­kosn­ing­unni. 

Þegar bæði lög­in höfðu verið flutt á ný og spurt var að leiks­lok­um var það hins­veg­ar Greta sem stóð uppi sem sig­ur­veg­ari. Lagið er henn­ar eig­in smíð, rétt eins og árið 2012 þegar hún flutti lag sitt „Never For­get“ ásamt Jóni Jósepi Snæ­björns­syni í Aser­baíd­sj­an.

Greta átti marga aðdá­end­ur í saln­um í kvöld sem kyrjuðu nafn henn­ar áður en út­send­ing hófst. Einn vissi þó ekki í hvorn fót­inn hann átti að stíga en það var Pét­ur Örn Guðmunds­son sem var bakradda­söngv­ari í báðum lög­un­um. Stillti hann sér því upp mitt á milli hóp­anna tveggja, en fagnaði svo með Gretu og henn­ar teymi þegar úr­slit­in urðu ljós.

Gréta Salóme söng sig til sigurs.
Gréta Salóme söng sig til sig­urs. Ljós­mynd/ PreeePhotos
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka