Íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir hlaut í kvöld Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi kvenkyns listamaðurinn. Eru þetta fimmtu Brit-verðlaun söngkonunnar.
Brit verðlaunin eru afhent í O2 tónleikahöllinni í Lundúnum. Björk var ekki viðstödd en birt var myndband af söngkonunni þar sem hún þakkar fyrir sig. Sagðist hún vera í miðjum upptökum og þessvegna komst hún ekki á verðlaunin í kvöld. Sagðist hún þó mjög ánægð með verðlaunin.
Aðrar tilnefndar í sama flokki voru Lana Del Rey , Ariana Grande, Courtney Barnett og Meghan Trainor.
Ef marka má Twitter vakti klæðnaður söngkonunnar athygli í innslaginu en það þótti minna á plastpoka. Notendur Twitter nýttu tækifærið og gerðu óspart grín að söngkonunni.
„Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki komist í kvöld, ég lenti í hræðilegu slysi með plastpoka og örbylgjuofn,“ skrifaði einn. Annar sagði að söngkonan hafi litið út fyrir að hafa lent í átökum við Spiderman.
Bjork was not at the #BRITs2016 because she was here in Gobowen #bjork #itv #antanddec pic.twitter.com/XNrPtzkIEJ
— David Ross Wilson (@ross_wilson88) February 24, 2016
YASSS #BJORK #BRITs2016 pic.twitter.com/HwPYBAZBUy
— Kitty Sync Hoola (@gual89) February 24, 2016
#Bjork completely crazy but fucking brilliant pic.twitter.com/Tpd6qbiWky
— S e l w y n (@selwynDSMITH) February 24, 2016
Árið 1994 vann Björk sín fyrstu Brit verðlaun, þá sem besti nýliðinn. Árin 1996 og 1998 hlaut hún þó sömu verðlaun og í kvöld, sem besti alþjóðlegi kvenkynslistamaðurinn. Árið 2001 hlaut hún verðlaunin fyrir plötuna Selmasongs.
Hún var tilnefnd sem besti alþjóðlegi kvenkyns listamaðurinn árin 2002, 2006, 2008 og 2012.