Björk hlaut Brit-verðlaunin

Klæðnaður Bjarkar í kvöld vakti athygli.
Klæðnaður Bjarkar í kvöld vakti athygli. Skjáskot

Íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir hlaut í kvöld Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi kvenkyns listamaðurinn. Eru þetta fimmtu Brit-verðlaun söngkonunnar.

Brit verðlaunin eru afhent í O2 tónleikahöllinni í Lundúnum. Björk var ekki viðstödd en birt var myndband af söngkonunni þar sem hún þakkar fyrir sig. Sagðist hún vera í miðjum upptökum og þessvegna komst hún ekki á verðlaunin í kvöld. Sagðist hún þó mjög ánægð með verðlaunin. 

Aðrar tilnefndar í sama flokki voru Lana Del Rey , Ariana Grande, Courtney Barnett og Meghan Trainor.

Ef marka má Twitter vakti klæðnaður söngkonunnar athygli í innslaginu en það þótti minna á plastpoka. Notendur Twitter nýttu tækifærið og gerðu óspart grín að söngkonunni.

„Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki komist í kvöld, ég lenti í hræðilegu slysi með plastpoka og örbylgjuofn,“ skrifaði einn. Annar sagði að söngkonan hafi litið út fyrir að hafa lent í átökum við Spiderman.

Árið 1994 vann Björk sín fyrstu Brit verðlaun, þá sem besti nýliðinn. Árin 1996 og 1998 hlaut hún þó sömu verðlaun og í kvöld, sem besti alþjóðlegi kvenkynslistamaðurinn. Árið 2001 hlaut hún verðlaunin fyrir plötuna Selmasongs.

Hún var tilnefnd sem besti alþjóðlegi kvenkyns listamaðurinn árin 2002, 2006, 2008 og 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup