Gísli Marteinn í báðum liðum

Reykjavíkurdætur spiluðu nýverið á tónlistarhátíðinni Sónar.
Reykjavíkurdætur spiluðu nýverið á tónlistarhátíðinni Sónar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi  Vikunnar, hefur nú tjáð sig um atriði rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra á Twitter-síðu sinni. Mikla athygli vakti þegar leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem var gestur þáttarins, stóð upp þegar lítið var eftir af lagi sveitarinnar og gekk út.

Gísli Marteinn segir á Twitter-síðu sinni að það megi bæði vera #temaágústaeva og #teamrvkdætur. Þá segist hann sjálfur vera í báðum liðum og endar á orðunum „áfram stelpur.“

Samfélagsmiðlarnir hafa logað vegna atriðsins sem margir taka fagnandi og segja mikilvægt í jafnréttisbaráttunni á meðan öðrum fannst atriðið óviðeigandi. Sveitin flutti lagið Ógeðsleg og voru meðlimir sveitarinnar klæddir í sjúkrahúsa klæðnað en einn meðlimur sveitarinnar var með gervilim.

Frétt mbl.is - „Aldrei skammast mín jafn mikið“


Þá tjáði leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem einnig var gestur þáttarins, sig um atvikið á Twitter-síðu sinni. Þar segir hann atriðið hafa verið flott en Ágústa Eva líka átt allan rétt á að yfirgefa aðstæðurnar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir