Sjálfsagt hjá Ágústu að ganga út

Gísli Marteinn
Gísli Marteinn mbl.is/Kristinn

Gísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi Vikunnar segir það sjálfsagt mál hjá Ágústu Evu Erlendsdóttur að hafa gengið út af atriði Reykjavíkurdætra í þættinum á föstudaginn og spyr hvort að útkoman sjálf hafi hugsanlega verið stuðandi gjörningur, rétt eins og atriði sveitarinnar.

Málið hefur vakið mikla athygli en Reykjavíkurdætur fluttu lagið Ógeðsleg í þættinum, klæddar í sjúkrahúsklæðnað og var ein þeirra með gervilim eða svokallað „strap-on“.

Þegar að lítið var eftir af laginu gekk Ágústa Eva út og sagði síðar á Facebook að hún hefði aldrei skammast sín eins mikið og meðan á flutningi Reykjavíkurdætra stóð. Sagðist hún jafnframt aldrei hafa orðið vitni af því­líkri „drullu og yf­ir­gangi og ósmekk­leg­heit­um“.

Fyrri fréttir mbl.is: Gísli Marteinn í báðum liðum

Fyrri frétt mbl.is: „Aldrei skammast mín jafn mikið“

Gísli Marteinn hefur nú tjáð sig um málið á Facebook. Þar segir hann sjálfsagt hjá Ágústu Evu að hafa gengið út ef henni hafi liðið illa undir „stuðandi atriði“ sveitarinnar.

„Atriði Reykjavíkurdætra er hinsvegar ágætur fulltrúi í langri sögu umdeildra tónlistaratriða á Rúv, þar sem ýmsir betri borgarar hafa móðgast ofan í tær. Blómaland Megasar snemma á áttunda áratugnum, Poppstjarna Bubba sem gaf áhorfendum fokkmerki 1981, Kuklið þar sem Björk var með óléttubumbu út í loftið 1986. Nær okkur í tíma hafa Mínus, Rottweilerhundar og hið stórkostlega listaverk Silvía Nótt hneykslað - hvert á sinn hátt,“ skrifar Gísli Marteinn og bætir við að á meðan fólk hafi fullan rétt á því að hneykslast væri saga okkar fátækari ef „þessi hneykslanlegu atriði hefðu ekki fengið að sjást.“

Færslu Gísla Marteins í heild sinni má sjá hér að neðan.

Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Ú...

Posted by Gisli Marteinn Baldursson on Sunday, February 28, 2016
Reykjavíkurdætur á Iceland Airwaves í fyrra.
Reykjavíkurdætur á Iceland Airwaves í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar