Skrifar undir hjá risa í Hollywood

Atli Óskar Fjalarsson, sem hefur meðal annars farið með stór …
Atli Óskar Fjalarsson, sem hefur meðal annars farið með stór hlutverk í Þröstum og Óróa, hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Paradigm í Los Angeles. Ljósmynd/European Shooting Stars

Leikarinn og leiklistarneminn Atli Óskar Fjalarson er nýbúinn að skrifa undir samning við umboðsskrifstofuna Paradigm.

Atli var boðaður í viðtal hjá umboðsskrifstofunni eftir að hafa hlotið útnefninguna „Rísandi stjarna“ (e. Shooting Star) á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín sem fram fór fyrr í febrúar.

Sjá frétt mbl.is: Atli fetar í fótspor James Bond

„Þeir höfðu samband við mig í kjölfarið af „Shooting Stars“ og vildu hitta mig og svo eftir að hafa sent þeim upptökur af fyrri verkefnum boðuðu þeir mig á fund og buðu mig velkominn í fjölskylduna,“ segir Atli í samtali við mbl.is.

Paradigm er ein af fimm stærstu umboðskrifstofum í Hollywood og sérhæfir sig bæði í tónlist og leiklist.

Meðal leikara sem eru á samning hjá Paradigm má nefna Adrien Brody og Antonio Banderas. Meðal tónlistarmanna má nefna Ed Sheeran, Black Eyes Peas og Coldplay.

Atli stundar nám við New York Film Academy í Los Angeles og mun útskrifast þaðan vorið 2017. Ef fram heldur sem horfir mun Atli líklega hafa nóg að gera eftir útskrift.

Sjá viðtal mbl.is: Heiðursnemandi og rísandi stjarna

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir