Ófærð heldur áfram að heilla

Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Ófærð.
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Ófærð. Stilla úr Ófærð

Velgengni þáttaraðarinnar Ófærð hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum, en þáttunum hefur verið vel tekið á erlendri grundu.

Jákvæðar umsagnir hafa verið birtar í fjölmörgum dagblöðum og tímaritum, en nýlega bættist enn ein rósin í hnappagatið þegar Ellie Violet Bramley birti lofsamlegan pistil á The Guardian.

Bramley lýsir þáttunum sem samkrulli af Agöthu Christey og norrænum rökkurmyndum og bendir jafnframt á að landslagið sé sér kapítuli út af fyrir sig. Þá fór síður en svo fram hjá henni að Andri, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, rennir aldrei upp úlpunni sinni eins og vakti mikla furðu hérlendis.

„Ólafsson leikur Andra af mikilli næmi, sér í lagi sé litið til þess að hann er maður sem hressir sig við með því að nudda snjó framan í skeggvaxið andlitið. Hvað er eiginlega að kaffi? Og hvers vegna rennir hann aldrei upp úlpunni sinni? Jafnvel þótt úti sé stórhríð og grýlukerti dingli neðan úr skegginu á honum virðir hann rennilásinn að vettugi.“

Bramley bendir jafnframt á að það sé eitthvað sér-íslenskt við Ófærð, enda spili náttúran svo stóra rullu í þáttunum.

„Það sem greinir Ófærð frá öðrum norrænum sakamálaþáttum er innilokunarkenndin sem fylgir hinu öfgafulla magni af snjó.“

Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri og Ilmur Kristjánsdóttir.
Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri og Ilmur Kristjánsdóttir. Stilla úr Ófærð
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg