Sigmundur Davíð skotspónn háðfugla beggja vegna Atlantshafs

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer mögulega í sögubækurnar sem frægasti forsætisráðherra …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer mögulega í sögubækurnar sem frægasti forsætisráðherra Íslands. Skjáskot

Þáttur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Panamaskjalahneykslinu hefur ratað í vinsæla þætti bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem fjallað er um málefni líðandi stundar með gamansömum hætti.

Pólitíski háðfuglinn John Oliver spilaði brot úr margfrægu viðtali sænska ríkissjónvarpsins við forsætisráðherrann fyrrverandi í þættinum Tonight og sagði augnablikið sem ráðherrann reynir að komast hjá því að svara beint út um aflandsfélagið Wintris eins og að horfa á árekstur í „slow motion“.

Áhorfendum í sjónvarpssal þóttu tilburðir Sigmundar Davíðs augljóslega bráðfyndnir:

Formaður Framsóknarflokksins kom einnig við skýringu í breska gamanþættinum Have I Got News for You, sem hóf göngu sína árið 1990 og er sýndur á BBC.

„Á Íslandi  mættu 10% þjóðarinnar til að mótmæla, það jafngildir því að 5 milljónir okkar mættum fyrir utan Downing-stræti og segðum: Skilaðu peningum pabba þíns! ...Bara hugmynd,“ segir Ian Hislop, annar liðstjórnanda þáttarins og ritstjóri tímaritsins Private Eye.

Stjórnandi þáttarins rekur hvernig forsætisráðherra Íslands sagði af sér eftir uppljóstranir um aflandsreikning hans og eiginkonu hans. Í beinu framhaldi hendir hann gaman að klaufalega orðaðri fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið sendi á erlenda blaðamenn.

Panama-uppljóstranirnar hafa sannarlega kitlað spéfugla en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki eina skotmarkið. Eftir að David Cameron steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa hagnast á aflandssjóði föður síns, var meðfylgjandi upptaka dreginn fram í dagsljósið, en hún sýnir ráðherrann lesa grínistanum Jimmy Carr pistilinn eftir að síðarnefndi varð uppvís að vafasömum skattaæfingum.

Frétt mbl.is: Skaut undan og var hafður að  háði og spotti

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar