Gísli Marteinn mun kynna Eurovision

Gísli Marteinn er þó enginn byrjandi í starfinu en hann …
Gísli Marteinn er þó enginn byrjandi í starfinu en hann var þulur í keppninni á árunum 2003-2005. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gísli Marteinn Baldursson verður þulur í útsendingu RÚV frá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram í Stokkhólmi í maí. Gísli Marteinn tekur við af Felix Bergssyni sem eins og kunnugt er hefur kynnt keppnina síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram á vef RÚV.  

Gísli Marteinn er þó enginn byrjandi í starfinu en hann var þulur í keppninni á árunum 2003-2005. Í frétt RÚV er vitnað í tilkynningu frá dagskrárdeild RÚV þar sem segir að Gísli Marteinn hafi á dögunum verið valinn besti íslenski þulurinn í óformlegri kosningu meðal félaga í FÁSES, íslenskum aðdáendaklúbbi Söngvakeppninnar. 

Eurovision fer fram eins og fyrr segir í Stokkhólmi dagana 10., 12. og 14. maí. Greta Salóme Stefánsdóttir keppir fyrir Íslands hönd, með laginu Hear Them Calling.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir