Rekin upp úr pottinum á Hótel Rangá

Hópurinn fékk kampavín og kaffi við Seljalandsfoss á miðnætti.
Hópurinn fékk kampavín og kaffi við Seljalandsfoss á miðnætti. Ljósmynd/ Instagram

Kourtney Kardashian endaði 37 ára afmælisdag sinn á Hótel Rangá í faðmi fjölskyldu og vina, þ.á.m. Kim Kardashian, Kanye West og Jonathan Cheban. 

Eftir að hafa snætt kvöldmat og enn eina afmæliskökuna var hópurinn fluttur að Seljalandsfossi þar sem vonir stóðu til að hann fengi að sjá norðurljós. 

En norðurljósin spyrja ekki um frægð og héldu sig víðsfjarri, raunar virðist það jafnvel sem svo að skýjahulan hafi komið algjörlega í veg fyrir að Kourtney og félagar sæju einu sinni stjörnur.

Það var í það minnsta staðan miðað við Snapchat Jonathan Cheban þegar hópurinn kom aftur á Rangá og nokkrir meðlimir hans skelltu sér í heitan pott.

Ekki leið á löngu áður en starfsmaður hótelsins kom út. Hann tilkynnti hópnum að borist hefðu kvartanir vegna hávaða, búið væri að slökkva á pottunum og hann yrði að biðja þau um að koma upp úr.

Jonathan Cheban, sem hafði ekki farið ofan í sjálfur heldur staðið á hliðarlínunni og gert grín að hinum varð þá að orði „Vita þeir að þetta er Kourtney?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan