Rachel Roy er ekki „Becky“

Rachel Roy segist ekki vera Becky.
Rachel Roy segist ekki vera Becky. Ljósmynd/Af Facebook síðu Rachel Roy

Fatahönnuðurinn Rachel Roy hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún sé ekki „Becky með fallega hárið.“

Becky kemur fyrir á nýjasta listaverki Beyoncé, Lemonade, sem er á sama tíma breiðskífa og stuttmynd, og kom út síðastliðinn laugardag.

Textar nýju laganna hafa vakið mikið umtal meðal aðdáenda söngkonunnar en þar má finna ótal vísanir í framhjáhald og því telja margir að Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, hafi haldið framhjá henni.

Í texta lagsins „Sorry“ er minnst á „Becky with the good hair,“ eða „Becky með fallega hárið.“ Becky er vísun í hvíta konu, og því leið ekki á löngu þar til aðdáendur Beyoncé hófu að leita að viðhaldinu. Nokkr­ar kon­ur hafa verið nefnd­ar í því sam­hengi, þeirra á meðal söng­kon­an Rita Ora og fata­hönnuður­inn Rachel Roy.

Sjá frétt mbl.is: Hver er Becky með fallega hárið?

Innan við sólarhring frá útgáfu Lemonade birti Rachel Roy, sem er fyrrum vinkona fjölskyldunnar, mynd af sér á Instagram þar sem hún skrifar undir: “Good hair, don’t care, but we will take good lighting, for selfies, or self truths, always.” Þar vísar hún greinilega í textann. Ekki leið á löngu þar til kommentum undir myndina fór að rigna inn, sem leiddi til þess að Rachel fjarlægði myndina.  

Myndin sem Rachel Roy birti af sér á Instagram vakti …
Myndin sem Rachel Roy birti af sér á Instagram vakti ekki mikla lukku meðal aðdáenda Beyoncé, og allra síst textinn við myndina. Ljósmynd/Skjáskot af Hollywood Life

Í gær átti Rachel svo að koma opinberlega fram en afboðaði sig sökum „persónulegs neyðaratviks.“ Nú hefur hún gefið út yfirlýsingu þar sem hún segir meðal annars að Instagram mynd hennar hefði átt að vera skemmtileg og átti að létta stemninguna, hún hafi hins vegar verið misskilin. Í yfirlýsingunni segir hún einnig að  engar sannanir séu til fyrir því að lagið tengist henni persónulega. „Orðrómarnir eru ekki sannir.“

Rachel biðlar til æstra netnotenda að hætta að leggja sig í neteinelti, það sé aðal málið í þessu samhengi. Rachel segir að dætur hennar hafi einnig fundið fyrir mótlætinu og segir Rachel það vera óásættanlegt. Rachel krefst þess að fjölmiðlar taki á stóra samhenginu, sem er neteinelti, en ekki meint framhjáhald.

Vísanir í framhjáhald má finna víða í textum á nýrri …
Vísanir í framhjáhald má finna víða í textum á nýrri breiðskífu Beyoncé: Lemonade. Skjáskot/Lemonade
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir