Það er ekkert leyndarmál að Íslendingum þykir ömurlegt að hafa ekki komist áfram í Eurovision í gær og kunnuglegar yfirlýsingar um hreppapólitík hafa flogið víða.
Hinsvegar eru Íslendingar alls ekki einir um óánægju yfir gengi Gretu Salóme og félaga því Evening Standard slær á vef sínum upp fyrirsögninni „Íslandi sparkað í undanúrslitum og enginn er ánægður með það.“
Miðillinn segir aðdáendur keppninnar hafa verið í áfalli í gær þegar ljóst var að popplagið með risavaxna, dramatíska og Eurovision-vænlega viðlagið, parað saman við mikið „ljósa-show“ og ofgnótt vindvéla, hefði ekki komist áfram. Vísar hann í reiða tístara sem segja það skrípaleik og raunverulega brandara að Greta muni ekki taka þátt í úrslitunum. Einn notandi Twitter hefur jafnvel breytt skjánafni sínu í „Réttlæti fyrir Gretu“.
Iceland didn't qualify? That's an absolute travesty. Cannot believe Azerbaijan got through, nor Cyprus. #eurovision
— Stuart Innes (@Ixistant) May 10, 2016
Iceland not qualifying must be the biggest travesty of #Eurovision.
— Darcy Cox (@DJC0x) May 10, 2016
Really, Azerbaijan??
No Iceland? Wtf 😱😱😱 #Eurovision
— Arianna (@Arianna483) May 10, 2016
Samra didn't sing one note right and she's qualified instead of Iceland?? This is an actual joke #Eurovision
— JUSTICE FOR GRETA (@chloemollie_) May 10, 2016
Gutted for Iceland. She deserved better. #eurovision
— Patrick Ness (@Patrick_Ness) May 10, 2016
Can't believe Iceland didn't get in she had an incredible voice and defiantly should of because she was one of the best #eurovision #Iceland
— Beth Holden (@holdenbethany1) May 10, 2016
I'm really shocked Iceland isn't in the final 😱 #Eurovision
— Tyrone jones (@ESCtyrone) May 10, 2016
Jonny veit hvað gerist næst...
Iceland will probably set off another one of their volcanoes now. #Eurovision
— Jonny Morris (@jonnymorris1973) May 10, 2016