Úkraína hrósaði sigri á úrslitakvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvar, sem fram fór í Globen höllinni í Stokkhólmi í kvöld. Lagið 1944 var flutt af söngkonunni Jamala og hlaut alls 534 stig. Þessi óvenju hái stigafjöldi skýrist af því að í keppninni í ár var tekin upp ný stigagjöf þar sem dómnefndir hvers lands gefa eitt sett af stigum og áhorfendur annað.
Ástralía lenti í öðru sæti með 511 stig og Rússland í þriðja með 491 stig.
Nýja fyrirkomulagið hleypti talsverðri spennu í keppnina, en úrslitin voru ekki ljós fyrr en tilkynnt var um að Úkraína hefði fengið næstmestan stigafjölda úr símakosningu.
Oft er sagt að pólitíkin sé lögð til hliðar þegar kemur að Eurovision en sú er ekki raunin með framlag Úkraínu í ár. Lagið vísar í spennu bæði á og af sviðinu milli Rússlands og Úkraínu. Reglur söngvakeppninnar banna lög sem eru pólitísk með opinskáum hætti en Rússland hefur tekið lagi Úkraínu með drunga. Lagið vísar til ársins 1944 en vísar ekki beint til Tatara á Krím eða sovéska leiðtogans Jósefs Stalín en fjallar um reynslu ömmu hennar það ár sem þúsundir Tatara voru gerðir útlægir.
Eurovision keppnin fór síðast fram í Úkraínu árið 2005 eftir að Ruslana sigraði með framlagi sínu Wild Dances árið 2004. Keppnin fer því fram í Kænugarði að ári.