Lúxussnekkjan „A“ skoðuð nánar

Snekkjan „A“ liggur nú við akkeri fyrir utan Reykjavík. Verðmiðinn …
Snekkjan „A“ liggur nú við akkeri fyrir utan Reykjavík. Verðmiðinn er litlar 39 milljarðar. Skjáskot úr myndskeiðinu/Ari Þórólfur Jóhannesson

Það er vægt til orða tekið lúx­ussnekkja sem ligg­ur við akk­eri um 400 metr­um frá landi út fyr­ir Sæ­braut­inni, rétt aust­an við Hörpu. Snekkj­an sem er í eigu rúss­neska auðkýf­ings­ins And­rey Melnichen­ko, ber nafnið „A“ en hún er hönnuð af heimsþekkta hönnuðinum Phil­ippe Starck.

Snekkj­an hef­ur vakið at­hygli veg­far­enda í dag, en með frétt­inni má sjá mynd­band sem Ari Þórólf­ur Jó­hann­es­son tók af snekkj­unni úr lofti með dróna.  Eins og mbl.is greindi frá í morg­un verður snekkj­an við akk­eri í nokkra daga. Mynd­skeiðið er tekið með DJI Phantom 4 dróna.

Snekkj­an er sögð föl fyr­ir 39 millj­arða króna, en ekki ligg­ur fyr­ir hvort ein­hver kaup­andi hafi sýnt áhuga á fley­inu hér á landi. Skoða má innviði snekkj­unn­ar nán­ar í um­fjöll­un Wall street journal hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Rómantísk sambönd geta verið erfið í dag. Dagurinn hentar hins vegar engan vegin til að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Rómantísk sambönd geta verið erfið í dag. Dagurinn hentar hins vegar engan vegin til að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils