Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer nú fram í Globen tónleikahöllinni í Stokkhólmi. Líkt og áður hefur komið fram komst framlag Íslands, lagið Hear them calling í flutningi Gretu Salóme Stefánsdóttur, ekki áfram í lokakeppnina.
Íslendingar eru að sjálfsögðu grautfúlir, en láta það ekki á sig fá og virðast flestir vera límdir fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Sumir eru þó kannski ennþá límdari við snjallskjáinn og tísta í gríð og erg. Hér má sjá brot af því sem gerist undir myllumerkinu #12stig:
Felix er með landafræðina á hreinu, að minnsta kosti í kvöld:
Nú verður allt vitlaust! Ástralia er VÍST í Evrópu. Amk i kvöld #12stig #allaleið #Eurovision
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) May 14, 2016
Borgarstjórinn í Reykjavík fann samleið með litháenska söngvaranum:
Ok! Þarna er allavega einhver sem greiðir ekki úr sér krullurnar #12stig
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 14, 2016
Það er ákveðin kúnst að velja rétt pissulag:
Pissaði á meðan Króatía lauk sér af. Sé ekki eftir neinu. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 14, 2016
Búningaval spænska keppandans, sem og fall hennar, vakti athygli:
Þú getur ekki verið bæði í pallíettukjól og í íþróttajersey, þú verður að velja, því miður #ESP #12stig
— Solveig Óskarsdóttir (@solveigoskarsd) May 14, 2016
Ég er svo ástfanginn af þessu NBA glimmerdressi. Gleði, NBA, sumar. 12 stig. #12stig
— Krummi (@hrafnjonsson) May 14, 2016
Spain:
— Jónsi's Stunt Double (@Bobcluness) May 14, 2016
*am on the toilet*
*Sigga screams "OMG! she's fallen"*
*rush out w/ pants round my ankles*
*oh wait. its part of the song* #12stig
Pólski keppandinn á sér tvífara, all nokkra að því virðist:
Íslenski Atli Bollason er mun myndarlegri en pólski Atli Bollason. Plús. Þessi gæi hefði aldrei fengið að vera í Sprengjuhöllinni. #12stig
— Jón Trausti (@jondinn) May 14, 2016
Þegar Kapteinn Morgan mætir á sviðið. Það er Eurovision #12stig
— Thorgerdur Halldorsd (@thmaria220) May 14, 2016
You're a crook, Captain Hook! Judge, won't you throw the book at the piraaateee! #12stig #Eurovision #POL pic.twitter.com/bM06Q8N5Sk
— Daði Már (@dadimar) May 14, 2016
Er ekki annars hægt að fylgjast með á öllum samfélagsmiðlum?
Amma spurði mig um daginn hvort ég ætlaði að fylgjast með Eurovison á Tinder. Wat!? #12stig
— Pétur Karl (@peturkarl91) May 14, 2016
Eurovision-Reynir er team France frekar en Frans:
Frekar France en Frans. Kominn tími á París #12stig
— Reynir Eurovision (@euroreynir) May 14, 2016
Gísli Marteinn hvatti Íslendinga til að halda með Justin Timberlake í kvöld, en hann stígur á svið áður en stigagjöfin hefst. Einar Bárðarson er líka með hugann við Timberlake:
Vonandi segir Justin ekki "thank u Reykjavik" í kvöld. Þá fyrst yrði nú allt vitlaust #12stig
— Einar Bardar (@Einarbardar) May 14, 2016
Teiknarinn Rán Flygenring ætlar að teikna keppnina í beinni:
Skip TV and watch Eurovision illustrated! #eurovision2016 #12stig pic.twitter.com/4UnHAcRjoU
— Rán Flygenring (@RanFlygenring) May 14, 2016
Eurovision leikirnir eru af ýmsu tagi:
Ég er í jelly beans átleik. Borða þegar @gislimarteinn er sniðugur. #12stig
— Árni Torfason (@arnitorfa) May 14, 2016
Dró Rússland í Eurovision drykkjuleik kvöldsins. Pray for me. #12stig
— Berglind Festival (@ergblind) May 14, 2016
Það eru víst ekki allir að horfa á Eurovision eftir allt saman:
Ég var núna fyrst að fatta afhverju enginn er í IKEA núna. Ég mæli mjög með þessu, hef alla verslunina fyrir mig. #12stig
— Bryndís Björk (@BryndisBjork) May 14, 2016