Vill ekki að keppnin verði í Rússlandi

Það kennir ýmissa grasa í Eurovision í kvöld líkt og …
Það kennir ýmissa grasa í Eurovision í kvöld líkt og venja er. AFP

Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Euro-Reynir, spáir Ástralíu eða Armeníu sigrinum í Eurovision í kvöld. Hann heldur að að Måns Zelmerlöw hafi verið í nærbuxum þegar hann birtist „nakinn“ á sviðinu á fimmtudaginn og framlag Rússlands verði líkt og á síðasta ári fyrir neikvæðum áhrifum vegna framkomu Rússa í garðs hinsegin fólks og nágrannaríkja þeirra.

mbl.is ræddi við Reynir Þór um keppnina í ár, þær aðstæður sem gætu skapast ef Ástralía fer með sigur af hólmi og stöðu Rússlands í keppninni. Lokakeppni Eurovision í ár hefst kl. 19 í kvöld að íslenskum tíma og verður hún sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Ísland komst ekki áfram úr undankeppninni í ár líkt og í fyrra. Ef marka má veðbanka verður Rússland í fyrsta sæti, Ástralía í öðru, Armenía í þriðja, Frakkland í fjórða og Svíþjóð í því fimmta.

Frétt mbl.is: Stigablað fyrir Eurovision

Rússneska lagið ekki nógu eftirminnilegt

Reynir Þór er fjarri góðu gamni í ár og horfir á keppnina fyrir framan sjónvarpsskjá á Íslandi í stað þess að fagna í Globen-höllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann starfar sem kennari og hefur nýtt síðustu daga vel í að fara yfir verkefni, próf og ritgerðir.

„Það væri auðvitað auðvelt að segja Rússland. Þeir liggja efst í veðbönkum og flestir spá þeim sigri. Ég ætla samt að gerast svo djarfur að spá Ástralíu eða Armeníu titlinum,“ segir Reynir Þór, aðspurður um hvaða land hann telji að sigri í ár. Þetta er í annað skipti sem Ástralía tekur þátt í keppninni en í fyrra hafnaði landið í fimmta sæti.

Hann segir Ástralía vera með langbesta lagið í keppninni í ár. Flutningurinn hjá Dami Im, söngkonunni sem flytur lagið, sé eftirminnilegur og þá sé lagið einnig fljótt að skjóta rótum í huga fólks. 

„Rússneska lagið er ekki nógu sterkt sem lag. „Showið“ er óneitanlega mjög flott og eftirminnilegt en lagið sem slíkt lifið það ekki af. Armenía er síðast á sviðið með stórkostlega flott „show“ þó að lagið sé ekki í neinu uppáhaldi hjá mér, mér finnst þetta með verri lögum í keppninni. Þetta er svakalega flott og vel sett á svið. Hún er síðust en það gæti orðið bomba,“ segir Reynir Þór.

Amir flytur lagið J'ai cherche fyrir hönd Frakklands og er …
Amir flytur lagið J'ai cherche fyrir hönd Frakklands og er því spáð góðu gengi. AFP

Bretar hafa oft hlaupið undir bagga

Í fyrra var keppnin í sextugasta skipti og því var ákveðið að leyfa Ástralíu, sem ekki er í Evrópu eins og hin þátttökulöndin, leyfi til að taka þátt. Hinn geðþekki Guy Sebastian stóð sig með prýði og því var ákveðið að Ástralía fengi að vera með aftur í ár. 

Mun Ástralía halda keppnina að ári, fari svo að landið sigri í kvöld?

„Þessari þátttöku fylgir ákveðið prógramm. Keppnin verður ekki í Ástralíu á næsta ári, það er alveg á hreinu. Til þess eru fjárhagslegar aðstæður, það yrði allt of mikið vesen. Þetta er tveggja vikna ferli, það yrði allt of dýrt að senda þessar sendisveitir alla leið þangað. Það stendur líka í reglunum að keppnin þurfi að fara fram kl. níu að miðevrópskum tíma,“ segir Reynir Þór.

Vilji var fyrir því að færa keppnina fram um eina klukkustund til að koma til móts við þjóðir líkt og Rússland og Aserbaídsjan þar sem keppnin hefst seint um kvöldið. Reynir Þór segir að það hafi þó ekki farið í gegn fyrir þessa keppni.

Frakkland, Þýskaland, Bretland, Ítalía og Spánn komast alltaf beina leið í lokakeppnina en þetta eru löndin sem borga mest til keppninnar. Telur Reyni Þór líklegast að eitt af þessum löndum muni halda keppnina ef Ástralía vinnur. Segir hann marga telja að BBC hneppi þá hnossið og keppnin yrði haldin í Bretlandi.

„Bretar hafa oftast hlaupið undir bagga þó að það sé langt síðan. Það var mjög algengt á fyrstu tuttugu árunum að sigurlöndin treystu sér ekki til að halda keppnina. Til dæmis Lúxemborg eftir að þau unnu tvisvar árin 1972 og 1973 en þá var hún haldin í Brighton árið 1974.

Holland hélt keppnina fyrir Ísrael 1980 af því að þeir unnu tvö ár í röð og treystu sér ekki til að leggja út í kostnaðinn. Þetta á eftir að koma í ljós en þetta yrði samvinnuverkefni á milli áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar og evrópskrar sjónvarpsstöðvar,“ segir Reynir Þór.

Var Zelmerlöw nakinn á sviðinu?
Var Zelmerlöw nakinn á sviðinu? Skjáskot/RÚV

Að koma nakinn fram

Marg­ir höfðu velt fyr­ir sér hvort söngv­ar­inn Ivan frá Hvíta-Rússlandi myndi standa við stóru orðin og koma nak­inn fram á sviðinu í Globen-höll­inni í Stokk­hólmi í Svíþjóð í seinni undankeppninni á fimmtudaginn. Hann var klædd­ur í ljós jakka­föt all­an tím­ann en í upp­hafi lags­ins birt­ist nak­in heil­mynd hans á skján­um þar sem hann kraup á móti úlfi.

Eft­ir lagið tóku kynn­arn­ir við. Petra Mede, uppist­and­ari, sjón­varps- og leik­kona og ann­ar kynna keppn­inn­ar í ár, nefndi vanga­velt­urn­ar um nekt Ivans og birt­ist Måns Zel­mer­löw, sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar í fyrra og hinn kynn­ir­inn, þá í mynd. Hélt hann bangsa fyr­ir kyn­fær­um sín­um en virt­ist að öðru leyti vera nak­inn. 

Frétt mbl.is: Var Zelmerlöw nakinn?

Hvað með Zelmerlöw, var hann nakinn á sviðinu?

„Þetta er allavega líkaminn hans, held ég. Ég held að þetta hafi verið hann. Þetta var allavega það vel gert að ég held að þetta hafi bara verið hann,“ segir Reynir Þór og hlær.

Hann telur þó að Zelmerlöw hafi verið í nærbuxum, svona til öryggis ef eitthvað færi úrskeiðis. Aðspurður telur hann hugsanlegt að aldrei hafi neinn verið naktari á sviðinu í Eurovision, ef myndin í upphafi framlags Hvíta-Rússlands er frátalin.

Rifu vegabréf ísraelska keppandans

Heldur þú að Rússland muni tapa á neikvæðu umræðunni um landið?

„Já, ég held það. Rússland var með mjög sterkt lag í fyrra sem var flutt af stórkostlegri söngkonu og í raun og veru miklu betri söngvara en Svíþjóð sem vann,“ segir Reynir Þór. Hann segir að rússneska lagið hafi verið eitt af uppáhalds lögum hans í fyrra en honum hefði aftur á móti ekki komið til hugar að kjósa það.

„Ég vil ekki að keppnin fari til Rússlands á meðan á bæði framkoma þeirra við nágrannalönd þeirra, eins og Úkraínu, er eins og hún er og réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin,“ segir hann.

Hovi Star flytur framlag Ísrael í ár, Made of Stars.
Hovi Star flytur framlag Ísrael í ár, Made of Stars. AFP

Hann tekur framkomu starfsmanna vegabréfaeftirlits flugvallar í Moskvu í Rússlandi í garð ísraelska flytjandans fyrir um mánuði síðan sem dæmi. Haldið var Eurovisionpartí í borginni þar sem keppendum í ár var boðið að koma og flytja lög sín. Reynir Þór segir að Hovi Star, flytjandi framlags Ísraels, hafi verið stöðvaður í eftirlitinu og þar hafi verið hlegið að honum. Star er samkynhneigður og segir Reynir Þór kyn hans ekki liggja ljóst fyrir.

„Fólkið í vegabréfseftirlitinu fór að gera grín að honum, taldi passann ekki vera hans og rifu hann. Þau hleyptu honum samt inn í landið þannig að hann gat komið fram í partíinu. Fulltrúi Spánar varð vitni að þessu og það var hún sem segir frá þessu í viðtali í spænsku fjölmiðlum. Star staðfesti þetta síðan,“ segir Reynir Þór.

„Rússar sem koma svona fram við keppendur er ekki treystandi til að halda þessa keppni. Eina lausnin væri að öll Vestur-Evrópa myndi senda hinsegin flytjendur að ári,“ segir hann að lokum.

Justin Timberlake mun stíga á svið í kvöld.
Justin Timberlake mun stíga á svið í kvöld. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir