„Hélt ég væri að ruglast“

Jeremy ásamt Júlíusi Orra.
Jeremy ásamt Júlíusi Orra. Mynd/Guðrún Gísladóttir

„Við vor­um að fá okk­ur Brynju ís þegar við rák­umst á hann í ísbúðinni. Ég spurði hvort þetta væri hann. Hann játti því og tók vel í hug­mynd­ina um að spila við mig körfu­bolta,“ seg­ir Júlí­us Orri Ágústs­son sem spilaði í gær einn á móti ein­um körfu­bolta­leik á móti NBA-stjörn­unni Jeremy Lin á Ak­ur­eyri.

Lin er stadd­ur hér á landi í fríi en tíma­bili hans í NBA lauk nú ný­verið.

Júlí­us Orri er 14 ára gam­all og er Íslands- og bikar­meist­ari með Þór Ak­ur­eyri og mik­ill áhugamaður um körfu­bolta. Hann spil­ar sjálf­ur í stöðu bakv­arðar eins og Jeremy Lin.

Aðspurður hvernig hafi verið að spila við Lin seg­ir Júlí­us Orri það hafa verið mjög gam­an. „Hann sagðist ekki vera bú­inn að hreyfa sig mjög mikið und­an­farið og að hann væri þreytt­ur eft­ir langt tíma­bil. En það var mjög gam­an að spila á móti hon­um. Þegar hann reyndi á sig var hann mjög snögg­ur og mjög góður.“

Hann seg­ist ekki hafa trúað því fyrst að þetta væri raun­veru­lega Lin. „Ég spurði mömmu mína í ísbúðinni hvort hún vissi hvort þetta væri hann. Hún hélt ég væri bara eitt­hvað að rugla. Svo elti ég hann út úr ísbúðinni og bað hann um mynd og eig­in­hand­arárit­un og svo í fram­hald­inu hvort hann vildi spila leik. Hann ók svo á eft­ir okk­ur heim til mín þar sem við spiluðum. 

Jeremy Lin hef­ur greini­lega verið á Íslandi í nokkra daga en hann birti mynd af sér á In­sta­gram fyr­ir helgi þar sem má sjá ís­lenskt lands­lag. 

Views

A photo posted by Jeremy Lin (@jl­in7) on May 18, 2016 at 7:10pm PDT

Jeremy í skotstöðu. Júlíus Orri er hér til varnar.
Jeremy í skot­stöðu. Júlí­us Orri er hér til varn­ar. Mynd/​Guðrún Gísla­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason