Vor í Vaglaskógi heillar í USA

Bandarískir aðdáendur Kaleo kunna vel að meta útgáfu fjórmenninganna af klassíkinni Vor í Vaglaskógi. Lagið verður að finna á breiðskífu sveitarinnar A/B sem kemur út þar vestra á morgun. mbl.is var á tónleikum sveitarinnar í síðustu viku og ræddi við tónleikagesti um tónlistina og sveitina.

Í gær birtist viðtal við sveitina sem var tekið sama dag en tónleikarnir fóru fram í Revoluti­on Hall í Port­land þar sem þeir komu fram fyr­ir fullu húsi. Upp­haf­lega áttu þeir að vera að spila á mun minni tón­leik­astað en ásókn í miða var slík að hægt var að færa tón­leik­ana á stærri stað.  

Af svörum viðmælendanna að dæma er augljóst að íslensk tónlist hefur skapað sér stóran sess á þessum stærsta og mikilvægasta tónlistarmarkaði í heimi.

Fyrir þremur árum síðan var svipuð umfjöllun um tónleikaferðalag Of Monsters and Men í Bandaríkjunum á mbl.is.

Rúllað yfir Bandaríkin

Ótrúlegur árangur Of Monsters and Men

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir