Hafna ásökunum um lagastuld

Led Zeppelin kom saman árið 2007. Robert Plant er lengsti …
Led Zeppelin kom saman árið 2007. Robert Plant er lengsti til vinstri en Jimmy Page lengst til hægri. AFP

Liðsmenn rokksveitarinnar Led Zeppelin komu fram fyrir dómara í dag en þeir hafa verið sakaðir um að hafa fengið lagið Stairway To Heaven „lánað“ frá öðrum tónlistarmanni árið 1971. Þeir Jimmy Page og Robert Plant neituðu báðir sök en málið var tekið fyrir í Los Angeles.

Page og Plant eru sakaðir um að hafa stolið byrjun lagsins Taurus úr smiðju hljómsveitarinnar Spirit og notað í Stairway to Heaven. Þeir hafa verið lögsóttir af afkomendum stofnanda Spirit sem lést árið 1997.

Aðalmeðferð í málinu hófst þannig að kviðdómur fékk að heyra nokkrar útgáfur af báðum lögum. Lögmaður stefnenda, Francis Malofiy, sagði málið einfaldlega snúast um mikilvægi þess að viðurkenning verði veitt þar sem það á við.

Sagði hann bæði Page og Plant „ótrúlega tónlistarmenn“ en að þeir hefðu stolið tónlist annarra og reynt að gera hana að sinni eigin.

Lögmaður hljómsveitarinnar, Robert Anderson, hélt því þó fram að Page og Plant hefðu samið Stairway to Heaven án aðstoðar lagsins Taurus og án þess að stela úr því.

Að sögn Anderson er engin sönnun fyrir því að þeir hafi yfir höfuð heyrt lagið Taurus fyrr en áratugum eftir að þeir sömdu Stairway to Heaven. Bætti hann við að upphafsstef lagsins væri svokallaður krómatískur skali, „eitthvað sem birtist í alls konar lögum“.

Hér má heyra lagið Taurus

Hér má heyra Stairway to Heaven

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir