Segir víkingafagnið kjánalæti

Hammar er ekki hrifinn af víkingafagninu.
Hammar er ekki hrifinn af víkingafagninu. AFP

Sænski fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Filip Hammar vandar hinu fræga klappfagni Íslendinga ekki kveðjurnar á Twitter í kvöld. „Ég hata eldfjallið [fagnið] og þá sem gera fótbolta að einhverjum helvítis viðburði.“

Sænska dagblaðið Expressen ræddi við Hammar um þessi ummæli hans. Hann segist oft kjaftfor á Twitter, en að þetta skipti hann samt máli.

„Fyrir mér er þetta dauðans alvara. Það hljómar kannski eins og ég sé snobbaður en þetta færir fókusinn af fótboltanum. Mér er drullusama um stuðningsmannalög, ég vil bara horfa á góðan fótboltaleik og að liðið mitt vinni,“ segir Hammar.

Hann segist skilja af hverju þetta umrædda víkingafagn hafi orðið svona vinsælt. 

„Fólki finnst þetta skemmtilegt og ég skil það. En raunverulegir áhugamenn um fótbolta vita betur en að vera að pæla í svona kjánalátum,“ segir Hammar en bætir svo við í lokin: „En ég vil þó taka fram að þetta hefur verið frábært hjá Íslandi.“

Filip Hammar er hér til vinstri. Hann er þáttastjórnandi, fjölmiðlamaður …
Filip Hammar er hér til vinstri. Hann er þáttastjórnandi, fjölmiðlamaður og rithöfundur í heimalandinu Svíþjóð. Mynd/Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka