Boðar kærleik á sinni fyrstu plötu

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri. mbl.is/Júlíus

„Fyrsta lagið á plötunni er samantekt á efni hennar, boðun kærleiks og góðra gilda og að koma vel fram við aðra. Það skilar sér til baka,“ segir Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.

Hann hefur gefið út sína fyrstu plötu, Ég elska lífið, og það á 64 ára afmælisdegi sínum sem er í dag.

Uppnuminn af hamingju

„Þegar platan kom í hús leið mér eins og karlmanni ef hann gæti fætt barn. Það er ekkert hægt að jafna barnsfæðingu við neina plötu en þetta var fljótlega þar á eftir. Tilfinningin var að ég hefði fætt eða skapað eitthvað merkilegt,“ segir Ólafur, spurður út í hvernig tilfinning það hafi verið að gefa út plötuna.

„Ég var uppnuminn af hamingju. Ég hélt aldrei að þetta myndi gerast af því að ég er enginn tónlistarmaður. Ég er góður sem læknir og borgarstjóri en er alls enginn tónlistarmaður.“

Honum til halds og trausts á plötunni eru Páll Rósinkranz og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, sem syngja ásamt Ólafi. Vilhjálmur Guðjónsson og Gunnar Þórðarson annast útsetningu.

Tsjajkovskíj í uppáhaldi

Ólafur kveðst aldrei hafa menntað sig í tónlist eða lært á hljóðfæri. Hann hafi ekki farið að þroskast í tónlistarsmekk sínum fyrr en hann hafði lokið við læknisfræðina og stofnað fjölskyldu. Hann fór að hlusta mikið á djass og sígilda tónlist. Þar var Tsjajkovskíj í miklu upphaldi.

„Ég segi það alveg feimnislaust að hann höfðaði til mín af því að hann var geðhvarfasjúkur eins og ég. Það voru þessar sviptingar í tónlistinni, rosalega læti og svo jarðarfararstemning,“ segir hann.

Erfitt að vera borgarstjóri

Fyrsta lagið sem hann samdi heitir Ákall og er við texta afa hans. „Ég var nýhættur sem borgarstjóri og þá var ég svo feginn að vera laus við Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur]. Það var svo erfitt að vera borgarstjóri með alla í bakinu á sér,“ greinir Ólafur frá. „Ég samdi lagið uppi á skrifstofu borgarstjórnar. Ég var að fara með ljóðið og fann rytmann í því. Svona koma lögin, þau fæðast. Það er ekki þannig að ég sitji og rembist úti í horni.“

Eftir að hafa verið langt niðri árið 2012, í raun við dauðans dyr eftir að hafa verið lögsóttur, náði hann sér smám saman á strik og frá árinu 2013 hefur hann samið tvö til þrjú hundruð ljóð og um tuttugu lög. „Ég fer að sjá til himins,“ segir hann.

Eitt þeirra er Ferðabæn sem hann samdi upp úr samnefndri ferðabæn langömmu sinnar, sem dó um miðja síðustu öld.

Ólafur er hæstánægður með nýju plötuna sína.
Ólafur er hæstánægður með nýju plötuna sína. mbl.is/Júlíus

Tímamót við jarðarför Hemma Gunn

Mesta tímamótadaginn í tónlistinni hjá sér segir Ólafur að hafi verið við jarðarför Hemma Gunn árið 2013. „Ég var farinn að hugsa um þessi tvö lög sem ég átti. Mér var farið að líða betur og langaði að gera eitthvað. Ég hitti Gunna Þórðar og hann sagði mér að fara til Vilhjálms Guðjónssonar.“

Skírnarsálmur frumfluttur í haust

Tónlistin skipar núna stóran sess í lífi Ólafs og virðast textar og ljóð streyma til hans í stríðum straumum. „Sextánda júní fæddist lítill drengur í húsinu við hliðina á mér. Ég var svo uppnuminn þegar ég fékk SMS frá pabbanum klukkan hálfsex að morgni að ég fór niður og samdi ljóð um hann og lag sem heitir Skírnarsálmur,“ segir hann en lagið verður frumflutt við skírn drengsins 1. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup