Gagnrýnendur tæta Sjálfsmorðssveitina í sig

Margot Robbie í hlutverki sínu sem Harley Quinn.
Margot Robbie í hlutverki sínu sem Harley Quinn. Stilla úr Suicide Squad.

Á dögunum var kvikmyndin Suicide Squad frumsýnd vestanhafs, en talsverð eftirvænting hafði ríkt eftir myndinni sem átti að verða einn helsti smellur sumarsins. Gagnrýnendur virðast þó vera á einu máli, en kvikmyndin hefur hlotið afleita dóma víðast hvar líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

Kvikmyndin skartar nokkrum af helstu stjörnum samtímans, svo sem Will Smith, Margot Robbie, Jared Leto, Violu Davis og Cöru Delevingne. Það virðist þó ekki duga til, líkt og gagnrýnendur hafa bent á.

„Ólögulegt og illa klippt þrugl, sem bætir fremur ógeðfelldri karlrembu og rasisma við hrikalega illa tímasetta upphafningu á byssuofbeldi,“ segir Richard Lawson í gagnrýni sinni sem birtist á Vanity Fair.

Lawson var alls ekki sá eini sem hreifst ekki með en gagnrýnandi Buzzfeed, Alison Wilmore, var ekki alls kostar hrifin.

„Konurnar í myndinni gátu ekki haft stjórn á sér og voru alltaf að draga karlmennina í kringum sig í svaðið,“ segir Wilmore í gagnrýni sinni.

Myndin fær þó ágætisdóma á IMDB, þar sem hún er þegar þetta er skrifað með einkunnina 8,5. Aðra sögu er þó að segja um Rotten Tomatoes, þar sem kvikmyndin fær 35% og verður því að teljast fremur rotin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar