The Voice verður stærri í sniðum í ár

Hjört­ur Trausta­son bar sig­ur úr být­um í The Voice Ísland …
Hjört­ur Trausta­son bar sig­ur úr být­um í The Voice Ísland í fyrra. Hver verður það í ár? mbl.is/Hilmar Bragi Bárðarson

Síðasti dagur til að sækja um þátttöku í The Voice Ísland rann út á mánudaginn. Alls bárust um 250 umsóknir og ábendingar en það eru framleiðendur þáttarins sem hafa þó fyrst og fremst frumkvæði að því að finna hæfileikaríka einstaklinga og bjóða þeim þátttöku. 

Þátturinn í ár verður, að sögn Önnu Kristínar Úlfarsdóttur hjá Sagafilm, nokkuð stærri í sniðum en í fyrra. „Það verða fleiri þættir og fleiri þátttakendur,“ segir Anna Kristín í samtali við mbl.is, en tökur hefjast í lok ágúst. Alls verður 80 til 90 manns boðið að taka þátt og eru það fleiri en í fyrra þegar þátttakendur voru um 60 talsins.

Líkt og í fyrra verða þau Salka Sól Eyfeld, Unnsteinn Manúel Stefánsson, Helgi Björnsson og Svala Björgvinsdóttir þjálfarar þáttarins, í þessari annarri þáttaröð af The Voice Ísland.

Sýningar hefjast að öllum líkindum fyrsta eða annan föstudag í október og geta aðdáendur þáttarins því byrjað að hlakka til haustsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar