„Hún er svo Yoko“

Paul McCartney og Yoko One er í dag vel til …
Paul McCartney og Yoko One er í dag vel til vina. Ljósmynd / skjáskot Rolling Stone

Bítillinn Paul McCartney játaði á dögunum að hljómsveitarfélögum hans hafi í fyrstu verið ógnað af návist Yoko Ono, ekkju John Lennons.

Ono hefur lengi verið kennt um að stía hljómsveitinni í sundur, en Bítlarnir lögðu upp laupana árið 1970.

„Okkur fannst okkur dálítið ógnað,“ sagði tónlistarmaðurinn í samtali við tímaritið Rolling Stone.

„Hún sat á magnaranum á meðan við vorum að taka upp. Flestar hljómsveitir gætu ekki höndlað það. Við höndluðum það, en ekki sérlega vel. Við vorum ekki karlrembur, en stelpur komu ekki í upptökuverið,“ viðurkenndi bítillinn, sem í dag semur þó vel við Ono.

„Mín stóra uppljómun var sú að ef John elskaði þessa konu, hlaut það að vera það rétta. Ég áttaði mig á því að ég þurfti að komast yfir andstöðu mína. Það var svolítið erfitt til að byrja með, en það hafðist með tímanum. Í dag erum við mestu mátar. Mér líkar við Yoko. Hún er svo Yoko.“

Ono fylgdi sveitinni gjarnan í upptökuver.
Ono fylgdi sveitinni gjarnan í upptökuver. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach