Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson hefur verið ráðinn yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar hjá framleiðslufyrirtækinu Republik.
Andri hefur verið annar af stjórnendum útvarpsþáttarins Virkir morgnar á Rás 2 undanfarin ár, auk þess sem sjónvarpsþættir hans Andri á flandri hafa vakið athygli.
Samkvæmt Facebook-síðu Republik mun Andri halda áfram að þróa hugmyndir og heimildarmyndir sem eru bæði á grunnstigum og eru nú þegar komnar í framleiðslu. „Þetta er mikill fengur fyrir Republik sem hefur í lengi haft áhuga á þessari tegund framleiðslu,“ segir á síðunni.