Fagnaði 105 ára afmælinu með föngulegum slökkviliðsmönnum

Ivy, eins og hún er kölluð, var himinlifandi með veisluna.
Ivy, eins og hún er kölluð, var himinlifandi með veisluna. Ljósmynd / skjáskot ABC

Hin eldhressa Ivena Smailes hélt upp á 105 ára afmælið sitt á dögunum. Smailes er sko aldeilis ekki dauð úr öllum æðum, en þegar hún var spurð að því hvað hún vildi fá í afmælisgjöf sagðist hún vilja fagna áfanganum umkringd föngulegum slökkviliðsmönnum.

Smailes fékk ósk sína uppfyllta, en hún hélt upp á afmælið umkringd 40 vinum og ættingjum. Þar fyrir utan var fimm fjallmyndarlegum slökkviliðsmönnum boðið til veislunnar.

„Ivy veitir okkur krefjandi verkefni á hverju ári, en í þetta sinn bað hún um slökkviliðsmenn,“ sagði starfsmaður hjúkrunarheimilisins sem Smailes býr á í viðtali við ABC.

„Við fengum slökkviliðsmenn til að koma inn um glugga á þriðju hæð, en þeir voru meira en tilbúnir að hjálpa.“

Smailes var sjálf kampakát með veisluna sem hún sagði algerlega frábæra. Hún er þegar farin að huga að 106 ára afmælinu, en á næsta ári segist hún ætla að bjóða Harry Bretaprins til veislu.

Eins og sjá má var ákaflega glatt á hjalla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir