Gerir mynd um morðin á Böskum

Baltasar Kormákur verður meðal framleiðenda Red Fjords.
Baltasar Kormákur verður meðal framleiðenda Red Fjords. mbl.is/Golli

Baltasar Kormákur og RVK Studios hafa tekið höndum saman við framleiðandann Eduardo Carneros og Tornasol Films á Spáni um Red Fjords, kvikmynd um dráp Íslendinga á 32 Böskum árið 1615.

Að því er fram kemur hjá Variety mun baskinn Koldo Serra leikstýra Red Fjords. Myndin fjallar um ævintýri Ishmael, ungs veiðimanns sem missir eiginkonu sína og son og ræður sig um borð á hvalveiðiskip á leið til Íslands. Þrátt fyrir að íslensk lög banni verslun við útlendinga selur íslenskur höfðingi Böskunum hvalafitu en bátur þeirra sekkur í stormi. Þá, skyndilega, eru þeir orðnir ógn fyrir hinn íslenska höfðingja.

Samkvæmt Variety verður Red Fjords framleidd jafnt á Íslandi og Spáni. Að sögn Carneros verða íslenska, baskneska, danska og latína töluð í myndinni til samræmis við söguna. Upptökur þar sem hvalveiðar koma við sögu munu fara fram í vatnstönkum.

Tornasol Films hefur framleitt yfir 130 myndir, meðal annars Óskarsverðlaunamyndina The Secret in Their Eyes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir