Jolie sækir um skilnað frá Pitt

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. AFP

Angelina Jolie hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Brad Pitt. Þessu greinir vefsíðan TMZ frá.

Samkvæmt frétt TMZ sótti Jolie um skilnaðinn í gær er hún lagði fram skjöl þess efnis. Sagði hún ástæðuna vera ósættanlegan ágreining. 

Í skjölunum kemur einnig fram að þau hafi hætt saman á fimmtudaginn í síðustu viku. 

Krefst forræðis

Jolie, sem er 41 árs, hefur óskað eftir forræði yfir börnunum þeirra sex en vill að Pitt fái umgengnisrétt. Þrjú af börnunum eru ættleidd en árið 2008 eignuðust þau tvíburana Knox Léon og Vivienne Marcheline. Tveimur árum áður eignuðust þau saman dótturina Shiloh Nouvel. 

Leikkonan hefur ekki óskað eftir fjárhagsstuðningi frá Pitt á meðan þau eru enn gift. 

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. AFP

Ákvörðun Jolie er sögð hafa verið tekin vegna uppeldisaðferða Pitts, sem hún mun vera afar ósátt við.

Leikarahjónin Pitt og Jolie, oft kölluð Brangelina af slúðurfjölmiðlum, gengu upp að altarinu í Frakklandi árið 2014 en þau hafa verið saman síðan 2004. 

Þau léku saman í myndinni By The Sea sem kom út í fyrra. Hún fjallar um par sem reynir að bjarga hjónabandi sínu á meðan það dvelur á hóteli í Frakklandi. 

Jolie var á sínum tíma sökuð um að hafa verið ástæðan á bak við skilnað Pitt frá þáverandi eiginkonu hans Jennifer Aniston.

Jolie og Pitt, sem er 52 ára, voru sögð hafa byrjað saman við tökur á myndinni Mr & Mrs. Smith.

Jolie hefur tvívegis áður verið gift, eða leikurunum Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton. 

Hún vann Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Girl, Interrupted árið 1999. Auk leiklistarinnar er hún þekkt fyrir starf sitt sem góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna.

Jolie í sýrlenskum flóttamannabúðum í Jórdaníu.
Jolie í sýrlenskum flóttamannabúðum í Jórdaníu. AFP

Einnig hefur hún verið áberandi í baráttunni gegn krabbameini síðan hún gekkst undir tvöfalt brjóstnám og lét fjarlægja eggjastokka sína til að minnka líkurnar á því að hún fengi krabbamein. Móðir hennar, amma og móðursystir hennar létust allar af völdum krabbameins.

Frétt mbl.is: Ákvörðun Jolie skiljanleg og eðlileg

Pitt sló í gegn í kvikmyndinni Thelma and Louise fyrir 25 árum síðan og hefur síðan þá talist til helstu hjartaknúsara í Hollywood.

AFP
Pitt og Jolie árið 2014.
Pitt og Jolie árið 2014. AFP
Jolie-Pitt hjónin með börnunum sínum. Annie Liebowitz tók myndina.
Jolie-Pitt hjónin með börnunum sínum. Annie Liebowitz tók myndina. Ljósmynd/Skjáskot E-online
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar