„Þið eruð glötuð“

Justin Bieber er orðinn hundleiður á aðdáendum sínum.
Justin Bieber er orðinn hundleiður á aðdáendum sínum. AFP

Ungstirnið Justin Bieber hefur undanfarið verið á tónleikaferðalag, en líkt og alþjóð veit hélt hann tónleika á Íslandi í síðasta mánuði.

Um helgina var kappinn staddur í Noregi, en eitthvað virðist hann hafa verið stúrinn. Í það minnsta hafði hann ekki áhuga á að spjalla við aðdáendur sína, heldur sagði þeim hreint út að þeir væru alveg glataðir.

Forsaga málsins er sú að æstur aðdáandi beið söngvarans, með símann á lofti, og freistaði þess að ná af honum tali. Þegar Bieber hins vegar gekk fram hjá svaraði hann kveðjunni með fremur kaldranalegum hætti, að því er virðist, og sagði: „Þið eruð glötuð“.

Bieber virðist ekki sérstaklega vel við Norðmenn en fyrir ári síðan strunsaði hann af sviðinu á tónleikum í Ósló og sagðist ekki ætla að klára tónleikana. Kvartaði hann yfir því að þeir hl­ustuðu ekki á sig á meðan hann var að reyna að þurrka upp vatn af gólf­inu. Hann bað aðdáendur sína síðar afsökunar á athæfinu.

Það þarf kannski ekki að undra að söngvarinn sé orðinn þreyttur, enda er hann eltur á röndum hvert sem hann fer. Hann hefur einnig margoft tjáð sig um það að honum þyki athygli aðdáenda óþægileg.

Frétt mbl.is: Líður líkt og dýri í búri

Frétt mbl.is: Justin Bieber að kikna undan álagi

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar