Hver var hlutur samfélagsmiðla í ráninu?

Kanye West og Kim Kardashian.
Kanye West og Kim Kardashian. AFP

Kim Kardashian er ekki þekkt fyrir að vera feimin á samfélagsmiðlum, en hún er dugleg að deila upplýsingum um sjálfa sig á Instagram, Twitter, Snapchat og á bloggsíðu sinni.

Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaðurinn Peter Kirkhman sagði í samtali við Mirror að tíðar færslur stjörnunnar á samfélagsmiðlum hafi auðveldað ræningjunum að hafa upp á henni, sem og að skipuleggja ránið.

Þá heldur Kirkhman, sem einnig rekur ráðgjafaþjónustu um öryggismál, því fram að líklega hafi frönsk glæpaklíka verið að verki.

„Það er ómögulegt að segja til um það, en líklega er um franska klíku að ræða. Það eru líkast til glæpasamtök í París sem eru fær um að framkvæma slíka árás. Þetta er glæpur sem hægt er að framkvæma hvar sem er í heiminum, það þarf ekki að fara til Frakklands til að stela skarti Kardashian.“

Þá sagði öryggissérfræðingurinn Christopher Hagon að stjarnan auðveldaði óprúttnum aðilum að hafa upp henni með því að deila upplýsingum á samfélagsmiðlum í gríð og erg.

„Ef þú ert stöðugt að setja fram upplýsingar, halda nafni þínu og auðæfum á lofti eykur þú líkurnar á mögulegri árás.“

Ekki eru þó allir sammála um að samfélagsmiðlum sé um að kenna, en fyrrverandi öryggisvörður stjörnunnar, Steve Sanulis, heldur því fram að aðili tengdur stjörnunni hafi unnið með ræningjunum.

„Þjófarnir voru annað hvort afar heppnir, eða þekktu aðstæður mjög vel,“ sagði Sanulis í samtali við Mirror.

Kardashian lætur nú lítið fyrir sér fara, en ekkert hefur heyrst frá henni á samfélagsmiðlum síðan ránið átti sér stað. Öryggisgæsla í kringum fjölskylduna hefur verið stóraukin í kjölfar árásinnar.

Kardashian deildi mynd af gríðarlega dýrmætu skarti sínu skömmu áður …
Kardashian deildi mynd af gríðarlega dýrmætu skarti sínu skömmu áður en árásin átti sér stað. Ljósmynd / skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir