Guðleysi hlaut Gullna lundann

Guðleysi hlaut aðalverðlaunin á RIFF.
Guðleysi hlaut aðalverðlaunin á RIFF.

Lokahóf RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, fór fram í Hvalasafninu í kvöld. Þar var hátíðinni formlega slitið og verðlaun veitt í keppnisflokkum hátíðarinnar.

Myndin Guðleysi/Bezbog/Godless (BUL/DEN/FRA) í leikstjórn Ralitza Petrova hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Myndin var hluti af keppnisflokknum Vitranir/New Visions þar sem ellefu myndir kepptu um verðlaunin. Flokkinn skipuðu ellefu myndir sem eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar, samkvæmt tilkynningu frá RIFF.

Að auki hlaut myndin Risinn/Jätten/ The Giant (SWE/DEN) í leikstjórn Johannes Nyholm úr flokknum Vitranir/New Visions sérstaka viðurkenningu dómnefndar.

Í umsögn dómnefndar um Guðleysi segir: 

Gullni lundinn kemur í hlut hrárrar en fagurrar myndar með áhrifamiklum leik og kvikmyndatöku. Myndin samþættir spennu glæpasögunnar við lágstemmda lýsingu á kúgun í fyrrverandi kommúnistaríki, þar sem einungis glittir í frelsi í hinni helgu veröld tónlistarinnar. Gullni lundinn fer til Guðleysis eftir Ralitzu Petrovu.

Dómnefnd skipuðu: Jonas Holmberg, listrænn stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg, Grímur Hákonarson leikstjóri og Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur.

Úr myndinni Guðleysi.
Úr myndinni Guðleysi.

Myndin Eyjarnar og hvalirnir/The Islands and the Whales (FRO/SCO) í leikstjórn Mike Day var sigurmynd flokksins Önnur framtíð/A Different Tomorrow. Í þeim flokki mátti finna tólf áhrifamiklar heimildamyndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mannréttinda- og umhverfismál.

Myndin Ungar/Cubs (ICE/USA) í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin.

Í ár voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í flokki erlendra stuttmynda og var það myndin Heima /Home (UK/KOS) í leikstjórn Daniel Mulloy sem hlaut þau.

The Giant hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar.
The Giant hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar.

Myndin Herra Gaga/Mr. Gaga (ISR/SWE/GER/NED) í leikstjórn Tomer Heyman hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og kemur hún úr heimildamyndaflokki hátíðarinnar. Kosið var um áhorfendaverðlaunin á vefsíðunni mbl.is og kepptu þar myndir úr heimildamyndaflokki og Fyrir opnu hafi/Open Seas-flokki hátíðarinnar.

Loks hlaut myndin Hertoginn/The Duke (USA) í leikstjórn Max Barbakow Gullna eggið, viðurkenningarverðlaun fyrir unga leikstjóra.

Á morgun, sunnudag verður verðlaunamyndin Guðleysi sýnd í Bíó Paradís klukkan 15.30 og Herra Gaga sýnd klukkan 19.30 í Bíó Paradís. Einnig verður aukasýning á Ransacked í Bíó Paradís klukkan 21.30.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir