Hilton fékk sér „tebollahund“

Paris Hilton með nýjasta tebolla-hundinn sinn.
Paris Hilton með nýjasta tebolla-hundinn sinn. Af Instagram

Hótelerfinginn og raunveruleikastjarnan Paris Hilton keypti sér í vikunni annan „tebollahund“. Slíkir hundar eru afar smávaxnir og hefur ítrekað verið varað við ræktun slíkra tegunda. 

Í frétt The Dodo, fréttaveitu sem sérhæfir sig í dýravelferðarmálum, segir að gríðarlegt álag sé á hjarta þessara smávöxnu hunda. Hjartað slái hratt og þungt til að dæla blóði um pínulitla skrokka þeirra. 

Hilton hefur ítrekað lýst því yfir að hún sé mikill dýravinur. Það stöðvaði hana þó ekki í því að greiða 8.000 dollara, um 920 þúsund krónur, fyrir nýjasta „tebollahvolpinn“ sinn. Hvolpurinn hefur ekki enn fengið nafn en hann vegur aðeins um 340 grömm. Hilton birti mynd af sér með hvolpinum á Instagram í vikunni. 

Þegar Paris Hilton fékk sér smáhund af tegundinni chihuahua fyrir nokkrum árum varð sprenging í spurn eftir slíkum hundum. Þetta gladdi þá sem ræktuðu þá og þyngdi vasa þeirra af peningum. En fljótlega fóru dýraathvörf að fyllast af chihuahua-hundum og þegar það var ekki lengur í tísku að burðast með þá undir handleggnum um allt voru um 30% allra hunda í dýraathvörfum Kaliforníu af einmitt þessari tegund.

Í frétt The Dodo segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Hilton fái sér „tebollahund“. Í fyrra keypti hún tvo dvergvaxna hunda af tegundinni pomeranian frá ræktanda í Kanada.

Veronica Perry, sem rekur dýraathvarf í Van Nuys í Kaliforníu, segir að skaðinn af þessu áhugamáli Hilton sé mikill. „Hún sagði ítrekað frá því að hún hefði fengið hund frá þessum ræktanda í Kanada sem ræktar þessa ofursmáu hunda. Og allir urðu að fá sér svoleiðis.“

The Dodo segir í frétt sinni að vinsældir „tebollahunda“ séu að aukast verulega á heimsvísu. Hundarnir glími oft við heilsufarsvandamál. Stundum eru þeir viljandi teknir of snemma úr móðurkviði með keisaraskurði í þeim eina tilgangi að hefta vöxt þeirra. 

Á sama tíma eru dýraathvörf, m.a. í Bandaríkjunum, yfirfull af hundum sem enginn kærir sig um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar