Tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Leon Russell er látinn, 74 ára að aldri. Lést hann á heimili sínu í Nashville, Tennessee.
Russell hlaut vígslu inn í Frægðarhöll rokksins árið 2011, og hefur Elton John nefnt hann sem sinn helsta áhrifavald í píanóleik, söng og lagaskrifum.
Russell var frægur fyrir „gospel-blandað suðurríkja-búggí píanó-rokk, blús og sveitatónlist,“ eins og segir á vefsíðu hans.
Russel lék nafnlaust sem píanisti í hljóðveri á sjöunda áratugnum, áður en hann braust fram á sjónarsviðið á áttunda áratugnum.
Russell lék inn á fleiri en 35 plötur á ferli sínum, en var best þekktur fyrir lag sitt, A Song For You. Meðal listamanna sem leikið hafa það lag má nefna The Carpenters, The Temptations, Neil Diamond, Ray Charles, Aretha Franklin og Willie Nelson, sem var góður vinur Russell.