Biðla til kjörmanna

Leikarinn Martin Sheen biðlar til kjörmanna.
Leikarinn Martin Sheen biðlar til kjörmanna. Ljósmynd/skjáskot af YouTube

Það styttist í að Donald Trump verði svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna og nú hefur hópur Hollywood-stjarna með stórleikarann Martin Sheen í broddi fylkingar biðlað til kjörmanna um að koma í veg fyrir það sem þeir líkja við stórslys.

Í myndbandinu er lögð áhersla á að Trump hafi hvorki reynslu, gáfur né getu til að sinna jafnveigamiklu embætti og forsetaembættið sé og að kosningakerfið hafi verið hannað með það að markmiði að koma í veg fyrir að vanhæfur einstaklingur kæmist til valda.

Þann 19. desember munu kjörmannaráð í öllum ríkjum Bandaríkjanna koma saman til að kjósa nýjan forseta. Bandaríkja kosningakerfið byggist á svonefndum kjörmönnum. Þannig kjósa íbúar hvers ríkis ekki forseta heldur fær sigurvegarinn í ríkinu ákveðinn fjölda kjörmanna sem ákvarðast af stærð ríkisins. Alla jafna kjósa kjörmenn í samræmi við stefnu síns flokks en þó telur Hollywood-hópurinn að það megi reyna að hafa áhrif á ákvörðun kjörmannanna með því að höfða til skynsemi þeirra. Inntakið í myndbandinu sé ekki að Hillary sé betri kostur heldur fremur að allt sé skárra en Trump.

Nú þegar hefur einn kjörmanna repúblikana í Texas stigið fram og sagst ekki ætla kjósa Trump en hvort fleiri muni fylgja í fótspor hans skal ósagt látið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir