Áramótaskaupið leit dagsins ljós á gamlárskvöld eins og hefð er fyrir og nú sem fyrr hafa landsmenn ýmislegt um það að segja. Margir hafa lýst skoðun sinni á Twitter og eru sumir á því að skaupið hafi verið frábært. Aðrir vildu fremur sjá Kryddsíldina endurtekna.
mbl.is renndi yfir Twitter á sama tíma og þjóðin hóf að sprengja árið 2016 í loft upp. Í fljótu bragði virðist fleiri vera ánægðr en óánægðir. Hér eru nokkur handahófskennd tíst frá þeim sem notuðu myllumerkið #skaupið á tístmiðlinum stóra.Hér má horfa á skaupið á vef Rúv.
Team Indriði. #skaupið
— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 31, 2016
Aldrei verið hlegið jafn mikið af skaupinu á mínu heimili. Fóstbræður eru og verða alltaf GOAT! #skaupið
— Auðunn Blöndal (@Auddib) December 31, 2016
Glatað skaup , allt of mikið af þungu dramtísku gríni og voru hljóðmennirnir í verkfalli ? Útlenskt lag í lokin, why ? #skaupid #skaupið
— Jóhann Már (@johann787) December 31, 2016
Hef aldrei séð Bjarna Ben svona hreinskilinn! #skaupið
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) December 31, 2016
Mehh #skaupið
— Sindri Sigurjónsson (@sindrisig) December 31, 2016
#skaupið er eins og nýju starwarsmyndirnar nema fyrir fóstbræðraaðdáendur. Fýlaða.
— Gunnar Marel (@gunnar_marel) December 31, 2016
#Skaupið var á köflum stórkostlega fyndið. Sumt var hins vegar ekkert fyndið og annað var beinlínis skrýtið. En heilt yfir nokkuð gott.
— Þorbjörn Þórðarson (@thorbjornth) December 31, 2016
Fóstbræður jájá en #skaupið var bara slappt. Keisarinn er nakinn.
— Anna Marsý (@anna_marsy) December 31, 2016