Þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres vill ekki sjá gospelsöngkonuna Kim Burrell í þáttinn til sín eftir að hún lét niðrandi orð falla um samkynhneigða. Gospelsöngkonan Barrell á að hafa sagt niðrandi orð um samkynhneigða þegar hún kom fram í kirkju í Houston í Texas.
Burrell átti að vera gestur hjá spjallþáttadrottningunni síðar í þessari viku og taka lagið með Pharrell Williams. BBC sagði frá málinu.
DeGeneres sagði frá því á Twitter að hún vildi ekki sjá gospelsöngkonuna í þættinum hjá sér.
Burrell er ekki sátt við að vera kastað út úr einum vinsælasta spjallþætti allra tíma og kannast ekkert við að hafa talað niðrandi til samkynhneigðra.
„Ég sagði aldrei að allir samkynhneigðir ættu að fara til helvítis. Ég sagði það bara aldrei,“ segir Burrell.
Hún segist vera mikill mannvinur og segist aldrei hafa gerst sek um eitthvað slíkt.