Uppvakningar yrðu 100 daga að útrýma mannkyninu

Ef uppvakningafaraldur myndi brjótast út væri mannkynið í vondum málum.
Ef uppvakningafaraldur myndi brjótast út væri mannkynið í vondum málum. Ljósmynd / Getty Images

Ef raunverulegur uppvakningafaraldur myndi brjótast út tæki það ekki nema 100 daga að þurrka nánast allt mannkyn út.

Nemendur við háskólann í Leicester halda því fram að tæplega 300 manns myndu enn vera á lífi eftir þriggja mánaða faraldur, en fyrir hverja manneskju mætti finna milljón uppvakninga.

Rannsakendurnir gerðu ráð fyrir því að sérhver uppvakningur myndi klófesta að minnsta kosti eitt fórnarlamb á dag, og að 90% líkur væru á að viðkomandi myndi smitast.

Rannsóknin, sem framkvæmd var af nemendum í eðlisfræði og stjarnvísindum, birtist í ritinu Journal of Physics Special Topics á dögunum. Nemendurnir notuðust við stærðfræðilegt líkan sem spáir til um útbreiðslu smitsjúkdóma í rannsókn sinni.

Þá bendir rannsóknin til þess að mannkynið gæti þurrkast alfarið út á innan við ári, ef ekki væri hægt að verjast hjörðum hinna lifandi dauðu.

Niðurstöðurnar lofa síður en svo góðu, en þó er ekki öll von úti eins og lesa má í frétt Mirror. Rannsakendur telja að við sérstakar aðstæður gæti mannkynið lifað slíkan faraldur af, að með tíð og tíma myndu uppvakningarnir þurrkast út og mannkynið ná sér á strik á nýjan leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan