Lét Trump heyra það

Leikkonan Meryl Streep.
Leikkonan Meryl Streep. AFP

Bandaríska leikkonan Meryl Streep gagnrýndi Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir 11 daga, í ræðu sinni á Golden Globe-hátíðinni í gærkvöldi.

Streep, sem hefur fengið Óskarsverðlaun í þrígang fyrir leik sinn, var heiðruð á hátíðinni fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmynda. Verðlaunin eru veitt í nafni Cecil B DeMille af samtökum erlendra blaðamanna í Hollywood.

Leikkonan, sem er 67 ára gömul, háði harða baráttu við tilfinningarnar þegar hún tók við verðlaununum. Hún spurði áhorfendur í salnum um hver þau væru sem væru þarna. Hún og öll þau væru sá hópur sem mest væri níddur í bandarísku samfélagi í dag. Hollywood, útlendingar og fjölmiðlar. „En hver erum við? Eins og þið vitið, hvað er Hollywood eiginlega? Þetta er bara hópur fólks frá öðrum stöðum.“

Hún ræddi um að það væru innan við tvær vikur þangað til Trump yrði settur í embætti forseta Bandaríkjanna. Maður sem níddi Mexíkóa og vildi banna innflytjendur sem væru íslams-trúar. 

Hollywood byggi á útlendingum og þeim sem eru öðruvísi. Ef þeim verður vísað á brott verður ekkert annað að horfa á en ruðning og MMA-bardagalistir sem ekki eru listir, sagði Streep og hélt aftur tárunum.

Meryl Streep er talin ein besta leikkona samtímans en hún hefur meðal annars unnið til átta Golden Globe-verðlauna á ferlinum og hlotið 29 tilnefningar.

Hún nefndi hins vegar Trump aldrei á nafn en nánast allri ræðunni var beint að honum. Hún talaði meðal annars um þá hvöt að niðra aðra, einkum í opinberri orðræðu af hálfu valdamikils fólks, sem hafi áhrif á líf allra. Vanvirðing bjóði vanvirðingu heim líkt og ofbeldi hvetur til ofbeldis. 

Að sögn leikkonunnar varð hún orðlaus á meðan kosningabaráttunni stóð þegar frambjóðandi repúblikana gerði lítið úr fötluðum blaðamanni sem starfar fyr­ir banda­ríska dag­blaðið New York Times.

La La Land hlaut sjö verðlaun

Trump hermdi eft­ir blaðamann­in­um Ser­ge Kovaleski og var með óviðeig­andi lát­bragð á fjölda­fundi í Suður-Karólínu í nóvember. Trump notaði grein, sem Kovaleski skrifaði árið 2001, til að styðja við mjög um­deild­ar full­yrðing­ar um að mörg þúsund mús­lim­ar hafi fagnað í New Jers­ey í kjöl­far hryðju­verka­árás­anna á Banda­rík­in 11. sept­em­ber 2001.

Trump sagði á að Kovaleski væri ágæt­ur blaðamaður en sagði að hann myndi ekki eft­ir að hafa haldið þessu fram.

„Aum­ingja ná­ung­inn, þið verðið að sjá hann,“ sagði Trump svo. Svo fór hann að veifa hönd­un­um und­ar­lega og var aug­ljós­lega að herma eft­ir blaðamann­in­um, sem er með vöðva- og tauga­sjúk­dóm sem hef­ur áhrif á hreyf­ing­ar hans. Sér­stak­lega hef­ur þetta áhrif á hægri hand­legg og hönd hans.

„Uuu, ég man ekki hvað ég sagði. Uuu ég man ekki. Hann seg­ir bara: „Ég man ekk­ert. Kannski sagði ég þetta,“,“ sagði Trump á meðan hann sveiflaði hönd­un­um, samkvæmt fréttum frá þessu tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup