Hún er þekkt fyrir djarft fataval en það er óhætt að segja að fatnaðurinn sem fyrirsætan Bella Hadid klæddist í boði hjá tískurisanum Christian Dior í París í gærkveldi sé með djarfara móti.
Það vantaði ekkert upp á glæsileika fyrirsætunnar frekar en fyrri daginn en kjóllinn sem hún klæddist olli töluverðu fjaðrafoki og fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum vestanhafs enda virðast stjörnurnar alltaf ganga lengra og lengra.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skildi fyrirsætan fræga ósköp lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.