Hjartasteinn fær þrenn verðlaun í Frakklandi

Guðmundur Arnar Guðmundsson ásamt Lambert Wilson.
Guðmundur Arnar Guðmundsson ásamt Lambert Wilson. ©Sandrine Jousseaume / Premiers Plans 2017

Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í Angers í Frakklandi sl. sunnudag, en hátíðin var haldin í 28. sinn. Myndin hlaut aðalverðlaunin, áhorfendaverðlaunin og verðlaun ungu dómnefndarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Antoni Mána Svanssyni, framleiðanda myndarinnar, var um að ræða frumsýningu myndarinnar í Frakklandi. „Þetta er einstaklega góð byrjun fyrir franska dreifingaraðila myndarinnar þar sem myndin vann ekki eingöngu heiðurinn af þremur stærstu verðlaununum heldur hlaut einnig 70.000 evrur virði af stuðning fyrir markaðssetningu og kynningu myndarinnar í Frakklandi,“ segir Anton Máni. Við byrjun árs var hún frumsýnd í Bandaríkjunum á kvikmyndahátíðinni í Palm Springs. Hún fer fljótlega í almennar sýningar þar í landi sem og Noregi, Svíþjóð og Frakklandi. „Alþjóðlegur söluaðili myndarinnar, Films Boutique, mun hafa markaðssýningu á myndinni næst á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar,“ segir Anton Máni og tekur fram að vonandi verði í framhaldinu hægt að ganga frá fleiri samningum þar.

Hjartasteinn.
Hjartasteinn.
Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í …
Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í Angers í Frakklandi. ©Sandrine Jousseaume / Premiers Plans 2017
Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í …
Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í Angers í Frakklandi Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í Angers í Frakklandi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka