Aðeins 20% tilnefninga til kvenna

Óskarsverðlaunin verða afhent 26. febrúar
Óskarsverðlaunin verða afhent 26. febrúar MYND/AFP

Í fyrra var bandaríska kvikmyndaakademían gagnrýnd harðlega vegna skorts á tilnefningum til Óskarsverðlaunanna til fólks utan hvíta kynstofnsins. Myllumerkið #OscarsSoWhite var mikið notað í tengslum við gagnrýnina og ákváðu nokkrar stjörnurnar að sniðganga hátíðina í mótmælaskyni.

Frétt mbl.is: Allt um Óskarinn 2016

Í ár snýr gagnrýnin að skorti á tilnefningum til kvenna en aðeins 20% þeirra sem tilnefndir eru fyrir annað en leik eru konur.

Engin kona er tilnefnd fyrir leikstjórn eða kvikmyndatöku og aðeins ein er tilnefnd fyrir besta handritið, Allison Schroeder fyrir kvikmyndina Hidden Figures.

Frétt mbl.is: La La Land með 14 tilnefningar

Að því er fram kemur í umfjöllun The Hollywood Reporter er vandamálið ekki nýtt af nálinni en kona hefur til dæmis aldrei verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatöku.

Því veltir blaðamaður The Hollywood Reporter því fyrir sér hvort uppfæra beri myllumerkið #OscarSoWhite í #OscarsSoMale.

Árið 2010 varð Kathryn Bigelow fyrsta konan til að hljóta …
Árið 2010 varð Kathryn Bigelow fyrsta konan til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn. AFP

Í umfjölluninni segir þó að hvorki akademíunni né öðrum samtökum sé um að kenna því vandamálið sé djúpstæðara en svo. Konur hafi ekki verið áberandi í kvikmyndagerð á árinu og því ekki að undra að fáar þeirra séu tilnefndar til Óskarsverðlaunanna.

Sé litið til þeirra 250 kvikmynda sem þénuðu mest á árinu voru aðeins 7% leikstjóra og 13% handritshöfunda konur. Hlutfall kvenkyns klippara var 17% og 5% kvikmyndatökumanna.

Alls var hlutfall kvenna í lykilstöðum, öðrum en leik, aðeins 17%.

Blaðamaður segir óréttlátt að kenna skella skuldina á einhvern einn og að allir þurfi að standa saman til að leysa vandann.

„Aðeins þegar allir taka ábyrgð munum við loksins geta sagt bless við bæði #OscarsSoWhite og #OscarsSoMale.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka