Baltasar með spennuþætti um Kötlu

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Baltasar Kormákur hefur í hyggju að gera sjónvarpsþætti þar sem eldfjallið Katla verður í ákveðnu aðalhlutverki. Hugmyndin er að þættirnir gerist í Reykjavík þegar Katla hefur gosið samfellt í tvö ár með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir þá sem eru í landinu.

Baltasar greindi frá þessu á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem stendur yfir þessa dagana samkvæmt umfjöllun á vefsíðu tímaritsins Variety. Sjónvarpsþættirnir verða á íslensku og ensku og hafa erlendir framleiðendur sjónvarpsefnis þegar sýnt verkefninu áhuga.

Baltasar sagði að Ísland væri tilvalið sögusvið fyrir slíka sjónvarpsþætti þar sem aðeins 300 þúsund manns byggju í landinu en tvær milljónir ferðamanna kæmu til þess á ári hverju. Náttúruhamfarir af þessari stærðargráðu hefðu því gríðarlega áhrif.

Fram kemur í umfjölluninni að þættirnir yrðu væntanlega teknir upp í kvikmyndaveri Baltasars sem væri verið að koma upp í Reykjavík. Fyrsta þættinum verði að minnsta kosti leikstýrt af honum sjálfum en hann ætli að framleiða þá í nafni Reykjavik Studios.

Haft er eftir Baltasari að hann hefði áhuga á að notast við sama fyrirkomulag og við tökur á sjónvarpsþáttunum Ófærð þar sem fengnar hafi verið vonarstjörnur á sviði leikstjórnar, bæði frá Íslandi og öðrum löndum, til þess að vinna við gerð þáttanna.

Næsta kvikmyndaverkefni Baltasar verður „Adrift“ sem byggð verður á sannsögulegum atburðum með bandarísku leikkonuna Shailene Woodley í aðalhlutverki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir