Í fótspor Chaplin og Hitchcock

Mel Brooks með Bafta-verðlaunin.
Mel Brooks með Bafta-verðlaunin. AFP

Bandaríski leikstjórinn Mel Brooks hlaut á dögunum heiðursverðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar, Bafta.

Fetaði hann þar í fótspor goðsagna á borð við  Charlie Chaplin, Alfred Hitchcock, Steven Spielberg, Sean Connery og Elizabeth Taylor sem öll hafa hlotið verðlaunin.

„Þú ert að tala um Charlie Chaplin, þú ert að tala um Alfred Hitchcock. Skiptir þetta mig miklu máli? Já, mjög miklu máli,“ sagði Brooks þegar The Guardian spurði hann út í verðlaunin.

„Trump var aldrei stjórnmálamaður“

Í viðtalinu var hann einnig spurður út í Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Þetta er allt saman mjög klikkað. Trump var aldrei stjórnmálamaður. Hann var aldrei þingmaður. Ég held að hann hafi ekki einu sinni verið formaður bekkjarfélagins. Síðan lét hann kjósa sig forseta Bandaríkjanna. Hann átti ekki von á því að vinna. Hann tók þessu ekki alvarlega. Þrjú hundruð milljónir Bandaríkjamanna tóku þessu ekki alvarlega. Núna gera þeir það.“

Mel Brooks á leið sinni á Bafta-hátíðina.
Mel Brooks á leið sinni á Bafta-hátíðina. AFP

Unnið öll helstu verðlaunin

Ferill hins níræða Mel Brooks, sem var skírður Melvin Kaminsky, hefur verið farsæll. Auk þess að starfa sem leikstjóri hefur hann samið tónlist og leikið hin ýmsu hlutverk í gamanmyndum sínum. Hann er ein af tólf manneskjum sem hafa unnið Emmy-, Grammy-, Óskars-, og Tony-verðlaun á ferli sínum, að því er kemur fram á vefsíðu Bafta. 

Ferillinn hófst á sjötta áratugnum

Brooks fékk sitt fyrsta tækifæri í skemmtanabransanum á sjötta áratugnum sem handritshöfundur fyrir sjónvarpsþáttinn Your Show of Shows, þar sem hann starfaði við hlið Carls Reiner. Það leiddi til samstarfs þeirra við grínverkefnið The 2000 Year Old Man.

Mel Brooks ásamt leikurunum Nathan Lane (til vinstri) og Simon …
Mel Brooks ásamt leikurunum Nathan Lane (til vinstri) og Simon Pegg. AFP

The Producers sló í gegn

Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrði var The Producers (1968) og hlaut hann fyrir hana Óskarinn fyrir besta frumsamda handritið. Síðar varð til söngleikur  á Broadway sem var byggður á myndinni og hlaut hann 12 Tony-verðlaun árið 2001.

Brooks gerði síðar kvikmynd upp úr söngleiknum sem kom út 2005 með Nathan Lane, Matthew Broderick og Uma Thurman í aðalhlutverkum.

Þriðja kvikmynd Brooks, Blazing Saddles, kom út árið 1974 með Gene Wilder, Cleavon Little og Madeline Kahn í aðalhlutverkum. Myndin hlaut þrjár Óskarstilnefningar og náði miklum vinsældum.  

Í næsta smelli Brooks í miðasölunni, Young Frankenstein, hélt hann áfram samstarfi sínu með Wilder, sem samdi með honum handritið og lék aðalhlutverkið.

Framleiddi The Elephant Man

Árið 1980 stofnaði Brooks framleiðslufyrirtækið Brooksfilms, sem sendi frá sér mynd Davids Lynch, The Elephant Man, sem var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna.

Á meðal annarra mynda á ferli Brooks eru To Be or Not to Be og Robin Hood: Men in Tights.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir