Mér við hlið, Til mín og Nótt í úrslit

Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson flytja lagið Til mín.
Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson flytja lagið Til mín. Ljósmynd/Rúv

Lögin Mér við hlið, Til mín og Nótt voru kosin áfram í úrslit Söngvakeppninnar sem verða haldin 11. mars í Laugardalshöll.

Fyrri undankeppnin fór fram í Háskólabíói í beinni útsendingu á Rúv í kvöld.

Fólkið á bak við lögin þrjú sem komust áfram fagnar …
Fólkið á bak við lögin þrjú sem komust áfram fagnar uppi á sviði. Ljósmynd/Rúv

Rúnar Eff Rúnarsson söng lagið Mér við hlið en hann samdi sjálfur lag og texta.

Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson fluttu lagið Til mín. Laga- og textahöfundur þess er Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir.

Aron Hannes Emilsson söng lagið Nótt eftir Svein Rúnar Sigurðsson. Ágúst Ibsen samdi textann. 

Lögin þrjú komust áfram eftir símakosningu. 

Frétt mbl.is: Tístin um Söngvakeppnina hrúgast inn

Aron Hannes Emilsson söng lagið Nótt.
Aron Hannes Emilsson söng lagið Nótt. Ljósmynd/Rúv

Emmjé Gauti í fótspor Páls Óskars

Undankeppnin í kvöld heppnaðist vel og vakti meðal annars athygli flutningur rapparans Emmsjé Gauta á Eurovision-lagi Páls Óskars, Minn hinsti dans.

Emmsjé Gauti flytur lagið Minn hinsti dans.
Emmsjé Gauti flytur lagið Minn hinsti dans. Ljósmynd/Rúv

Hér má lesa umfjöllun blaðamannsins Arnars Eggerts Thoroddsen um lögin sex sem kepptu í kvöld.

Síðari undankeppnin verður haldin að viku liðinni og þá verður ljóst hvaða sex lög keppa til úrslita í Söngavakeppninni 11. mars.

Rúnar Eff á sviðinu í kvöld ásamt bakraddasöngvurum.
Rúnar Eff á sviðinu í kvöld ásamt bakraddasöngvurum. Ljósmynd/Rúv
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan