Mér við hlið, Til mín og Nótt í úrslit

Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson flytja lagið Til mín.
Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson flytja lagið Til mín. Ljósmynd/Rúv

Lögin Mér við hlið, Til mín og Nótt voru kosin áfram í úrslit Söngvakeppninnar sem verða haldin 11. mars í Laugardalshöll.

Fyrri undankeppnin fór fram í Háskólabíói í beinni útsendingu á Rúv í kvöld.

Fólkið á bak við lögin þrjú sem komust áfram fagnar …
Fólkið á bak við lögin þrjú sem komust áfram fagnar uppi á sviði. Ljósmynd/Rúv

Rúnar Eff Rúnarsson söng lagið Mér við hlið en hann samdi sjálfur lag og texta.

Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson fluttu lagið Til mín. Laga- og textahöfundur þess er Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir.

Aron Hannes Emilsson söng lagið Nótt eftir Svein Rúnar Sigurðsson. Ágúst Ibsen samdi textann. 

Lögin þrjú komust áfram eftir símakosningu. 

Frétt mbl.is: Tístin um Söngvakeppnina hrúgast inn

Aron Hannes Emilsson söng lagið Nótt.
Aron Hannes Emilsson söng lagið Nótt. Ljósmynd/Rúv

Emmjé Gauti í fótspor Páls Óskars

Undankeppnin í kvöld heppnaðist vel og vakti meðal annars athygli flutningur rapparans Emmsjé Gauta á Eurovision-lagi Páls Óskars, Minn hinsti dans.

Emmsjé Gauti flytur lagið Minn hinsti dans.
Emmsjé Gauti flytur lagið Minn hinsti dans. Ljósmynd/Rúv

Hér má lesa umfjöllun blaðamannsins Arnars Eggerts Thoroddsen um lögin sex sem kepptu í kvöld.

Síðari undankeppnin verður haldin að viku liðinni og þá verður ljóst hvaða sex lög keppa til úrslita í Söngavakeppninni 11. mars.

Rúnar Eff á sviðinu í kvöld ásamt bakraddasöngvurum.
Rúnar Eff á sviðinu í kvöld ásamt bakraddasöngvurum. Ljósmynd/Rúv
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir