Mér við hlið, Til mín og Nótt í úrslit

Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson flytja lagið Til mín.
Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson flytja lagið Til mín. Ljósmynd/Rúv

Lög­in Mér við hlið, Til mín og Nótt voru kos­in áfram í úr­slit Söngv­akeppn­inn­ar sem verða hald­in 11. mars í Laug­ar­dals­höll.

Fyrri undan­keppn­in fór fram í Há­skóla­bíói í beinni út­send­ingu á Rúv í kvöld.

Fólkið á bak við lögin þrjú sem komust áfram fagnar …
Fólkið á bak við lög­in þrjú sem komust áfram fagn­ar uppi á sviði. Ljós­mynd/​Rúv

Rún­ar Eff Rún­ars­son söng lagið Mér við hlið en hann samdi sjálf­ur lag og texta.

Rakel Páls­dótt­ir og Arn­ar Jóns­son fluttu lagið Til mín. Laga- og texta­höf­und­ur þess er Hólm­fríður Ósk Samú­els­dótt­ir.

Aron Hann­es Em­ils­son söng lagið Nótt eft­ir Svein Rún­ar Sig­urðsson. Ágúst Ib­sen samdi text­ann. 

Lög­in þrjú komust áfram eft­ir síma­kosn­ingu. 

Frétt mbl.is: Tíst­in um Söngv­akeppn­ina hrúg­ast inn

Aron Hannes Emilsson söng lagið Nótt.
Aron Hann­es Em­ils­son söng lagið Nótt. Ljós­mynd/​Rúv

Emmjé Gauti í fót­spor Páls Óskars

Undan­keppn­in í kvöld heppnaðist vel og vakti meðal ann­ars at­hygli flutn­ing­ur rapp­ar­ans Emm­sjé Gauta á Eurovisi­on-lagi Páls Óskars, Minn hinsti dans.

Emmsjé Gauti flytur lagið Minn hinsti dans.
Emm­sjé Gauti flyt­ur lagið Minn hinsti dans. Ljós­mynd/​Rúv

Hér má lesa um­fjöll­un blaðamanns­ins Arn­ars Eggerts Thorodd­sen um lög­in sex sem kepptu í kvöld.

Síðari undan­keppn­in verður hald­in að viku liðinni og þá verður ljóst hvaða sex lög keppa til úr­slita í Sönga­vakeppn­inni 11. mars.

Rúnar Eff á sviðinu í kvöld ásamt bakraddasöngvurum.
Rún­ar Eff á sviðinu í kvöld ásamt bakradda­söngvur­um. Ljós­mynd/​Rúv
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka