Nýr verðlaunagripur er veittur á Eddunni, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaununum, sem Árni Páll Jóhannsson hannaði. Sýnt er beint frá athöfninni á RÚV. Sólmundur Hólm er kynnir hátíðarinnar og sló á létta strengi meðal annars með því að herma eftir þekktum leikurum og sjónvarpsfólki.
Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir unnu til verðlauna fyrir aukaleik. Nína fyrir leik sinn í Hjartasteini og Gísli í Eiðnum.
Þátturinn Með okkar augum var valinn besti menningarþátturinn á Eddunni. Þáttagerðarfólk var að vonum kampakátt með verðlaunin, þökkuðu stuðninginn og lofuðu sjöundu þáttaröðinni sem yrði enn betri.